Óeirðasveit !

Það fer alltaf um mig þegar talað er um sérstaka óeirðasveit lögreglunnar hér. Bara orðið minnir á eitthvað svo miklu meira en er hér í gangi. Hér eru mótmæli í gangi sem ef eitthvað væri hlustað á væru mjög friðsöm, og er ég alveg hissa á hversu friðsöm þau eru þrátt fyrir að ekkert er hlustað á fólk. Vonandi að lögreglan beiti ekki eiturvopnum í dag
mbl.is Svæði við þinghúsið rýmt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar menn henda steinum og eru tilbúnir til slagsmála, þá þarf óeirðasveit.  Vonandi beita þeir ekki piparúða (sem er ekki eiturvopn) en ég hvet þá til að nota hann ef þetta leysist upp í vitleysu, enda finn ég meira til með lögreglumönnunum sem þurfa að verja Alþingishúsið en þeim sem ráðast að þeim.

Funi (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 14:00

2 identicon

Sennilega beita þeir ekki efnavopnum ("varnarúða" eins og PR menn kalla það) meðan mótmælendur teljast yfir 1.000. 

En það eru sannarlega öfl innan valdakerfisins sem vilja helst útkljá allar deilur við almenning með járnhnefanum.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 14:01

3 Smámynd: Sigurbjörg

Því miður, þess vegna eru þeir með kylfurnar, en nú þegar eru þeir búnir að nota piparúða sem getur jú talist til eiturefna vegna þeirra áhrifa sem hann getur haft. Og samkv..skilgreiningu, ef þetta er ekki vopn með eitri, annars mætti trúlega selja hann til almennings....

Sigurbjörg, 20.1.2009 kl. 14:06

4 Smámynd: Sigurbjörg

Æ hvað væri nú gott ef fólk gæti skrifað undir fullu nafni og ekki hrætt við það Funi

Sigurbjörg, 20.1.2009 kl. 14:08

5 Smámynd: Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson

Sammála þér með nafnleyndina, auðvelt að vera kokhraustur nafnlaust.

Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 20.1.2009 kl. 14:27

6 identicon

jÁ ÞAÐ BORGAR SIG AÐ HANDTAKA FÓLK SEM LEMUR STEINHÚS AÐ UTAN MEÐ SLEIFUM, ÞAÐ GÆTI NEFNILEGA EITTHVAÐ STÓRHÆTTULEGT SKEÐ. Eðvar er ekki nóg fyrir þig að vita að það eru til einstaklingar með aðra skoðun á málum en þú, þarftu endilega að vita t.d. hvað ég heiti? Ok, ég heiti Jón Jónsson og síðan má ég spyrja þig, ertu einhvers nær?

Valsól (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 16:52

7 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Það er rétt að piparúði er eiturefni. Ætlaði að leggja orð í belg en kannski betra að gera það þar sem fólk getur haldið sig við efnið. Kvörtun bloggara yfir skírnarnafni eða öðru nafni dreifir umræðuefninu og sýnir máttleysi og skort á rökfestu.

Ólafur Þórðarson, 20.1.2009 kl. 17:31

8 Smámynd: Sigurbjörg

Sammála þér veffari, þó svo mér finnist það í lagi að minnast á það í framhjáhlaupi.  En það er vegna þess að ég held athyglinni auðveldlega :)

Reyndar það sem ég er hrædd um er að næsta stig á eftir piparúðanum er beiting kylfu.  Hér á árum horfði ég uppá lögregluþjóna sem börðu unga stúlku í höfuðið með kylfu, þó eina sem hún gerði var að halda á mótmælaspjaldi.  Ég er hrædd um að mótmælin eigi eftir að stigmagnast og meira ofbeldi verði í spilinu.

Sigurbjörg, 20.1.2009 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband