19.1.2009 | 15:58
Enn einn erfðaprinsinn
Það virðist vera í tísku þessa dagana að "prinsar" gamalla stjórnmálamanna fái góðar stöður og nú kosningu. Og svo er talað um nýtt blóð !
Lengra nær miðju segir Sigmundur, það er nefnilega í tísku núna og hentistefna virðist alráðandi meðal pólitíkusa. Að minnsta kosti fram yfir kosningar. ESB aðild að sjálfsögðu. En reyndar eitt sem hann segir af viti og það er að það þarf að leysa brýnan efnahagsvanda áður.
Sé ekki samt annað en að á bakvið sé gamla flokksveldið með alla sína spillingu bara klætt í nýjan búning. En annars kemur þetta ekki til með að skipta máli því flokkurinn hlýtur að líða undir lok, hans tími er löngu liðinn.
Lengra nær miðju segir Sigmundur, það er nefnilega í tísku núna og hentistefna virðist alráðandi meðal pólitíkusa. Að minnsta kosti fram yfir kosningar. ESB aðild að sjálfsögðu. En reyndar eitt sem hann segir af viti og það er að það þarf að leysa brýnan efnahagsvanda áður.
Sé ekki samt annað en að á bakvið sé gamla flokksveldið með alla sína spillingu bara klætt í nýjan búning. En annars kemur þetta ekki til með að skipta máli því flokkurinn hlýtur að líða undir lok, hans tími er löngu liðinn.
Vill færa flokkinn frá hægri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Helvítis Framsóknarflokkurinn er ódrepandi, það er orðið augljóst.
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 16:18
kanski eru þetta bara dauðateygjurnar
Sigurbjörg, 19.1.2009 kl. 16:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.