Skrítin umræða á þessum tímum

Í viðtali á Bylgjunni í morgun sagði Þórður Friðjónsson hjá Kauphöllinni að það þyrfti að fara að ræða um hvernig staðið yrði að sölu ríkisfyrirtækjanna. Hann á örugglega við öll ríkisfyrirtæki og þar með sölu allra bankanna AFTUR! Þessi umræða er svo ótímabær að það vakna upp spurningar um hvort þetta sé taktik til að beina athyglinni frá millifærslum bankanna undir það síðasta.

Hvernig er það, er Þórður ekki tengdur einum fjárfestingarbankanum? Kanski sér hann leik á borði þarna til að það félag eignist ódýrt banka ?

Það þarf FYRST af öllu að setja lög sem koma í veg fyrir að hægt sé að koma í veg fyrir að siðleysi fárra komi öllum peningum í þeirra eigu og öllum skuldum í hendurnar á almenningi. Síðan er hægt að skoða hvaða stefnu er best að taka.

Reyndar það sem þarf fyrst er ný ríkisstjórn, nýtt Fjármálaeftirlit, nýja stjórn Seðlabanka og nýjan Seðlabankastjóra. Síðan má athuga með annað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ég er að spá í því að kaupa mér einn banka.  Ég tek bara lán og tek svo lán frá mínum banka til að borga lánið. Tek svo aftur lán úr mínum banka til að kaupa aftur bankan á mun hærra verði. Og svo koll af kolli þannig eyk ég verðgildi bankans og veðhæfni.

Offari, 19.1.2009 kl. 13:23

2 Smámynd: Sigurbjörg

Einmitt ! Ótrúlegt ef það verða ekki sett lög gegn þessu. Reyndar er það bannað samkv.skattalögum að fá lánað hjá sínu fyrirtæki,en samt er haldið fram að þetta sé löglegt, skrítið .....

Sigurbjörg, 19.1.2009 kl. 14:32

3 Smámynd: Sigurbjörg

Reyndar leið mér þannig þegar ég heyrði Þórð minnast á þetta.

Sigurbjörg, 19.1.2009 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband