Þetta gátu þeir!

Mér sýnist að þarna hafi verið vandað val á einstaklingum í þennan vinnuhóp.  Sýnist að hann sé ekki tengdur inní þessi mál og vona að það sé rétt.  Ég hlýt að fagna þessari ákvörðun en brýnt er að ganga svo frá málum að svona aðferðir eins og voru notaðar af útrásarmönnum, að margkaupa í sjálfum sér til að hækka hlutabréfin svo og margt annað sem er að verði lagfært.

Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að ganga svo frá lögum varðandi fyrirtæki og einstaklinga að svona brotalamir séu ekki til staðar.  Það þarf í framhaldi að setja ný lög til að koma í veg fyrir svona gloppur.  Og það strax áður en fleiri notfæra sér þetta eða til að koma í veg fyrir að haldið sé áfram að gera það.


mbl.is Starfshættir og siðferði bankanna rannsakaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg

Mikið rétt hjá þér Steán, en við gætum kanski minnkað lekann.  Síðan þarf að fá vel menntað og reynt, sanngjarnt, heiðarlegt og ákveðið fólk í eftirlitsstörfin.

Sigurbjörg, 16.1.2009 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband