15.1.2009 | 20:47
Er þetta ekki vanhugsað?
Þegar það vantaði fjármagn inná hlutabréfamarkaðinn sáu atvinnurekendur til þess að lífeyrissjóðirnir í landinu borguðu vinn skerf inn í það. Tap lífeyrissjóðanna v. bankanna verður lengi í minnum haft. Nú vilja samtök atvinnulífsins að lífeyrissjóðirnir láti 75 milljarða á næstu árum til uppbyggingar fyrirtækja. Og til uppbyggingar hlutabréfamarkaðsins aftur !
Ég heyrði Össur Skarphéðinsson segja í útvarpsviðtali að það væri búið að stofna sjóð til að hjálpa sprotafyrirtækjum svo og "lífvænlegum" fyrirtækju, eða er þetta kanski sami sjóðurinn og Össur vísar til?
Til að forðast misskilning vil ég taka það fram að ég er svo sannarlega hlynnt því að atvinnuleysi minnki og veit að mikið þarf að koma til að svo verði.
Hvernig væri að Samtök atvinnulífsins fengju lán í bankageiranum nú þegar þetta eru ríkisbankar. Er ekki tilvalið að lífeyrissjóðirnir láni bönkunum þessa 75 milljarða sem þeir endurláni til fyrirtækjanna og þannig séu lífeyrissjóðirnir með einhverja tryggingu á bak við sig? Nú eða þeir láni til Samtaka atvinnulífsins en það sé háð ríkisábyrgð.
Ef þessi sjóður er sá hinn sami og Össur minntist svo fjálglega á í útvarpsviðtalinu er hann þá búinn að tryggja að lífeyrissjóðirnir fái sitt til baka? eða er honum slétt sama því hans lífeyrir er tryggður?
75 milljarða fjárfestingargeta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Var einmitt að spá í þessa frétt í kvöld þegar ég ákvað að fara í fréttabloggpásu
Ásdís Sigurðardóttir, 15.1.2009 kl. 21:48
Sigurbjörg, 15.1.2009 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.