7.1.2009 | 17:28
Heimska eða lýgi?
Annað hvort er ríkisstjórnin svona heimsk eða lýgur að okkur. Sbr.meðfylgjandi frétt mbl. Hvernig stendur á því að forsætisráðherra kemur fram fyrir alþjóð og segir BARA Kaupþing hafa frest til dagsins í dag ef staðreyndin er sú að frestur okkar til málshöfðunar rann út líka? Getur verið að ríkisstjórnin hafi ekki vitað þetta? Ýmsu er hægt að reyna að ljúga að manni en ekki þessu !
Þessi ríkisstjórn á að segja af sér hið strax! Síðan er það okkar kjósenda að sjá til þess að þessir þrír flokkar sem bera ábyrgð, sjálfstæðisflokkur, samfylking og framsókn komi EKKI nálægt myndun næstu ríkisstjórnar!
Segja stjórnvöld hafa brugðist í Icesave-máli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það þyrfti þá að skipta út all flestum sem voru í efstu sætum síðast.. og alla flokksforustuna virðist vera.
Sigurbjörg, 7.1.2009 kl. 19:56
En yrði varla nóg, of mörgu er stjórnað bakvið tjöldin !
Sigurbjörg, 7.1.2009 kl. 19:56
Vonandi hafa þeir vit á því !
Sigurbjörg, 7.1.2009 kl. 20:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.