6.1.2009 | 08:57
Samþykkir ríkisstjórnin hryðjuverkalög gegn Íslendingum?
Máltæki segir að þögn sé sama og samþykki. Með því að gera EKKERT varðandi málsókn vegna beitingu hryðjuverkalaga gegn okkur er ríkisstjórnin búin að samþykkja fyrir hönd Íslendinga að við séum hryðjuverkaþjóð ?
Er þá ekkert sem við getum gert gagnvart því? Látum við bara vaða yfir okkur með skítugum skónum?
Er þá ekkert sem við getum gert gagnvart því? Látum við bara vaða yfir okkur með skítugum skónum?
Málarekstur mun hugsanlega leiða til skaðabótamáls | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki nóg sagt - fjarri því.
6.1.2009 | 07:59
Þessi málarekstur er flottur - ekki spurning -
Það þaef hinsvegar að gera grein fyrir t.d. eftirfarandi - er þetta málarekstur sem snýr að útrásarliðinu?
Hvernig er aðkoma ríkisins fyrir utan það að "standa þétt við bakið " á þessum málarekstri?
Er tryggt að það sem kemur út úr þessum málaferlum af peningum renni beint til ríkisins?
Hver er aðkoma Björgólfsfeðga að þessum málum - hver er aðkoma Sigurðar og Hreiðars Más ef einhver?
Hversvegna á ríkið ekki að fara í mál við breska ríkið vegna þess óheyrilega tjóns sem ákvörðun Gordons Brown hefur haft í för með sér fyrir landsmenn?
Þegar talað er um varnir landsins hugsar maður gjarnan til fleiri þátta en hernaðarárásar með byssum og slíku. Bretar hafa reyndar ítrekað ráðist á okkur með vopnavaldi í landhelgisdeilum.
Gjarnan hefur Verkamannaflokkurinn þá verið við völd ef ég man rétt - a.m.k. í því síðasta.
Þar sem önnur ríki Evrópu hafa EKKI komið okkur til varnar í þorskastríðum og 2 ríki auk Breta tekið þátt í aðförinni núna er vandséð hvaða samleið við eigum með þessum ríkjum. Lánafyrirgreiðsla þeirra er ekkert annað en önnur birtingarmynd á 100% lánunum sem útrásarliðið veitti til þess að mergsjúga þá sem bitu á agnið og hirða af þeim aleiguna. Í Bretlandi "á" Jón Ásgeir mörg hundruð verslanir - hversvegna er ekki unnt að ganga að þeim verðmætum og láta andvirðið ganga upp í Glitnisskuldir.
Sama gildir um aðrar "eignir" forsvarsmanna og "eigenda gamla Kaupþings - þeir virðast einhvernvegin vera tikkfrí í umræðunni. Bjarni Ármannsson skilaði inn 370 milljónum - við skulum ekkert vanþakka það - vissulega hefði það mátt vera meira - EN hvar eru tilsvarandi upphæðir frá Sigurði Einarssyni og Hreiðari Má sem eru búnir að setja milljóna hundruð í öruggt skjól að því er virðist.
Þð er komið nóg og þær spurningar sem eru hér fram settar eru bara smá hluti þeirra spurninga sem verður krafist svara við á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins.
Svo er tillaga/hugmynd Sigurðar Kára Kristjánssonar - tökum einhliða upp Evru - nú eða annan gjaldmiðil ef hún þykir ekki nógu traust - hverjir eru kostirnir í því ferli?
Ólafur I Hrólfsson - landsfundarfulltrúi
Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 09:11
spurningin er bara hvað er rikið að fela? ,, hvað er það sem ekki má koma fram og kemur í veg fyrir að þau geri það rétta, þe. að verja hagsmuni þjóðarinnar þar sem aðför er gerð að þjóðinni í heild sinni vegna þessara hneisumála.
hversvegna er engin útrásarvikinganna kyrrsettur , afhverju eru björgólfsfeðgar ekki stoppaðir af meðan icesave málið er til lykta leitt og þeir látnir standa skil af þeim fjármunum sem þeir hafa gert þjóðinni að standa skil af.
já, það er verið að fela eitthvað, það eru einhverjar upplýsingar sem þola ekki dagsljósið og því fer ríkið ekki fram með lögsókn.
við ættum amk. að loka sendiráði íslands í london, færa það eitthvað annað og reka sendiherra breta úr landi án tafar vegna hryðjuverkalaganna.
bermudaskal (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 09:30
Ólafur, Það sem fæst út úr málarekstrinum ef eitthvað er hlýtur að renna í gamla bankann þar sem það eru þeir sem höfða málið. Það færi þó að líkindum uppí það sem ríkið leggur út upp í skuldir. Það sem er einna verst að það er ekkert gert í að höfða málssókn gagnvart beitingu hryðjuverkalaganna. Það er að sjálfsögðu bankanna að fara í mál einnig, og sjálfsagt að ríkið standi á bak við þá. En eftir stendur þessi undirlægjuhugsunarháttur ríkisstjórnarinnar að samþykkja allt sem stóru löndin gera okkur, meira að segja að setja okkur á lista yfir hryðjuverkamenn. NB við erum ennþá á þeim lista.
Sigurbjörg, 6.1.2009 kl. 10:20
Hefði kosið að þú skrifaðir undir nafni bermudaskal. En það virðist svo sannarlega að ríkisstjórnin sé að fela ýmislegt. Við fáum ekki að vita skilyrði lána td. Trúlega var eitt af skilyrðunum það að fara ekki gegn þessari beitingu hryðjuverkalaga, en að einhver skuli samþykkja slíkt er gjörsamlega út í hött ... ef satt er.
Meðan ekkert ólöglegt sannast á þessa útrásarvíkinga er náttúrulega ekki hægt að kyrrsetja þá. Ugglaust var allt löglegt en siðlaust, en þetta á allt eftir að koma í ljós. Kanski kemur eitthvað út úr rannsókn ríkisskattstjóra.
Sigurbjörg, 6.1.2009 kl. 10:24
"Ef ég skil þetta rétt eru þessi lög miklu víðtækari en um hryðjuverk í þeim skilningi sem við leggjum venjulega í hugtakið. Bretar telja að svona fjármálamisferli sem varðar þetta stóran hluta almennings falli undir lögin."
The name of the law is "The freezing of Assets legislation".......The "Terrorist Law" is a name given mostly by the Icelandic media. This law has been used against private accounts, private companies, and against individuals who have been deemed to be breaking law, both ethical and legal. Neither the UK Government or the UK citizens refer to Icelanders as "Terrorists"..........Icelandic National pride has been hurt. I hope it does not get hurt more by losing these upcoming charges. What I and many others abroad cannot understand is why the "Gansters" that put you in this situation are not behind bars. They certainly would be elxwhere.....Good Luck....But point your anger at the right people....Please....
Fair Play (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 14:20
Fair Play, þú mættir blogga undir nafni helst. En endilega skoðaðu eftirfarandi síður.
http://www.indefence.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=206http://www.indefence.is/News/News/~/NewsId/13
Sigurbjörg, 6.1.2009 kl. 15:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.