Öllu má nafn gefa

Það ætti að vera nóg ástæða fyrir stjórnarslitum að fólkið í landinu vill kosningar.  Nú þegar hafa liðið mánuðir og stjórnin dregið lappirnar í von um að við bara gleymum öllum mistökum síðustu ára.  Mistökin hjá sjálfstæðisflokki, samfylkingunni og ekki má gleyma framsókn.  Það þarf enga átyllu eins og Esb til þess. 

Að vísu eru Geir og Ingibjörg BÆÐI talandi um þetta smáatriði eins og þau séu komin í  kosningabaráttu.  Málið er að þessi ríkisstjórn svo og síðasta sváfu fast á verðinum og hafa ekki gert nóg til að taka á þeim mistökum sem gerð voru.  Þvert á móti. Seðlabankastjórn og Fjármálaeftirlit ennþá með sömu starfsmenn.  Ríkisreknu bankarnir ennþá með fullt af gamla liðinu.  Fólkið í landinu vill kosningar.  Að sjálfsögðu notfæra Ingibjörg og Geir sér allt sem þau geta til að réttlæta sig og sinn flokk.  Það dugar varla núna því þau eru hluti af því sem fólkið vill burt. 


mbl.is ESB aðeins átylla fyrir stjórnarslitum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það styttist í kosningar.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.1.2009 kl. 17:04

2 Smámynd: Sigurbjörg

Allar fréttir benda til þess = góðar fréttir :)

Sigurbjörg, 4.1.2009 kl. 18:45

3 Smámynd: Sigurbjörg

Mér sýnast allir flokkar vera komnir í framboðshugleiðingar

Sigurbjörg, 5.1.2009 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband