3.1.2009 | 23:31
Ótrúlegur yfirgangur
Yfirgangur Ísraela er ótrúlegur. Bandaríkjamenn hafa í gegnum tíðina stutt þá enda sami yfirgangur í þeim. Þeim virðist nákvæmlega sama um hverjir verða fyrir sprengjum þeirra. Börn eru sögð 75 látin í þessari frétt, 460 palestínumenn látnir, hver verður sú tala á morgun? Þetta er hin mesta svívirða sem um getur lengi. Það er ótrúlegt ef ekki vlandast fleiri inn í þessi hræðilegu átök. Nágrannaþjóðirnar eiga trúlega erfitt með að horfa upp á fjöldamorð á saklausum borgurum og sérstaklega þegar um börn er að hræða.
Afsökun Ísraelsmanna að þeir séu að lama hryðjuverkasamtök eru EKKI afsökun fyrir þeirra hryðjuverkum.
Landher Ísraels inn á Gaza | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Yfirleitt kommenta ég bara til að vera ósammála, en geri undantekningu í þetta sinn.
Þetta er fólkið sem sagði "aldrei aftur" þegar talað var um tilraun til þjóðarmorðs. Svo virðist sem aldrei aftur þýði bara aldrei aftur gegn þeim sjálfum. Aðrir eru réttdræpir.
Sagan endurtekur sig. Þetta er bara eins og barn sem verður fyrir ofbeldi sem síðar kann enga leið til að takast á við heiminn nema nota ofbeldi sjálft.
ari (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 00:10
Mikið rétt, það vill oft fara svo því miður. En einmitt þess vegna eru hryðjuverk þeirra enn verri ef eitthvað er.
Sigurbjörg, 4.1.2009 kl. 00:25
Íslensk stjórnvöld virðast ekki hafa kjark til að fordæma þessi hryðjuverk Ísraela á réttum vettvangi, og að þessir andskotar skuli nota jólahátíðina til þessara verka eykur enn á hryllinginn. Og svo boða þeir enn hertari aðgerðir á nýju ári, enda vel studdir frá vinum sínum í vestri sem mata þá á hátæknivopnum og öðrum árásarbúnaði, meðan Hamassamtökin eru að reyna að verja sig með einhverju raketturusli sem jafnvel dregur ekki yfir landamærin. Það er eins gott að íslendingar eru það sterkir á taugum að þeir grípa ekki til vopna þó nágranninn skjóti upp nokkrum flugeldum um áramótin...
Ólafur Gunnarsson, 4.1.2009 kl. 01:13
Kominn tími til að tukta þessa Hamas hryðjuverkamenn duglega til. Sennilega fela þeir sig núna bak við pilsfalda kerlinganna sinna, skríða niður í kjallara spítala eða barnaskóla eða steina eins og venjulega.
Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 10:32
Skúli, ég veit ekki hvort þú hreinlega skilur að það er verið að myrða venjulega borgar og born eru stór hluti þeirra sem myrtir eru.
Sigurbjörg, 4.1.2009 kl. 12:46
þarna átti að sjálfsögðu að standa venjulega borgara og börn
Sigurbjörg, 4.1.2009 kl. 14:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.