3.1.2009 | 18:40
Hvað með málshöfðunina ??????????
Hvernig gengur með málshöfðunina sem þingmenn 5 flokka lögðu fram frumvarp um? Hvað er verið að gera í þeim málum, eða var þetta svæft ? Ef svo færi að við myndum vinna málið gæti það nú bjargað ýmsu. Til dæmis einhverjum afborgunum vegna þessa. Nú ef ekki, þá er það samt þess virði að reyna málssókn. Við förum að brenna út á tíma ekki satt? Ætla stjórnvöld bara að láta það gerast eins og marga aðra slæma hluti?
Icesave-lánakjörin enn óljós | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bíddu nú við, var það ekki stórfrétt um daginn að búið væri að kúga okkur og semja um IceSave..... Af hverju var bara hálf fréttin sögð.
Já, og hvernig er staðan á kærunni á Breta? Heyrði eitthvað um daginn að við værum að falla á tíma....
Ég held að okkur komi þetta ekki við. Við erum ekki þjóðin, við erum ekki Íslendingar, við erum smælingjar og skulum borga, brosa og éta það sem úti frýs.
Það er lágmark að ráðherrar sýni löndum sínum lágmarks virðingu og telji þá sem hafa skoðanar til þjóðarinnar.
Gunnar (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 18:58
Sæl Sigurbjörg,
það er von þú spyrjir. En Stjórnvöld gáfu frá sér málshöfðunarrétt vegna Icesave í þessum samningum. Ríkið má því ekki kæra samkvæmt núgildandi samningum við Breta og Hollendinga.
Gamla (þrotabú) Kaupþings getur kært en ekki núverandi eigendur. Skítamál.
sandkassi (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 19:02
Mikið rétt, alltaf talað um hálfan sannleikann í málinu. Þessi ráðherrar okkar virðast ekki hafa snefil af virðingu gagnvart þegnum þessa lands, því miður.
En ætlar þá ekki þrotabú gamla Kaupþings þá að kæra? Eins finnst mér að Íslendingar gætu kært Bretana vegna hryðjuverkalistans sem þeir settu okkur á. Það hefur heldur betur haft áhrif á okkur öll.
Sigurbjörg, 3.1.2009 kl. 20:12
Gunnar, mér finnst líka skrítið að ríkið geti ekki kært v.núgildandi samninga ef þeir vita ekki einusinni hveru háa % þeir þurfa að borga, hvernig geta þá verið komnir á samningar?
Sigurbjörg, 3.1.2009 kl. 20:15
Það ríkir furðuleg þögn um þetta mál og engu líkara en að ríkisstjórn Íslands vilji ekki að Íslenskur almenningur viti ástæður þess að Bretar settu á okkur hryðjuverkalögin.
Hvað er verið að fela????
Og afhverju lagði Íslenska ríkið peninga í peningamarkaðssjóði bankanna? er það eðlilegt að skattpeningar okkar séu notaðir til að hreinsa upp skít drullusokkanna?
Brynjar (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 20:45
já þetta er sko allt mjög skrýtið.
sandkassi (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 20:46
Já meira en lítið skrítið, og eins skrítið eins og Brynjar segir að við fáum ekki upplýsingar um hvers vegna hryðjuverkalögunum var beitt gegn okkur. En Davíð veit það segir hann, en vill bara engan láta vita. Meira en lítið skrítið.
Sigurbjörg, 3.1.2009 kl. 21:01
Geir Hilmar Haarde sagðist ekki ætla að láta kúga okkur til að greiða skuldir óreiðumanna. Hann æltaði ekki að gangast í ábyrgð vegna IceSave. Hann ætlaði að sækja rétt okkar. Hann sagðist vera búinn að semja um Ice Save!
Hver er staðan núna? Þjóðin er kúguð af Bretum og Hollendingum. Þjóðin greiðir skuldir óreiðumanna, óreiðumenn þurfa ekki að axla ábyrgð. Íslendingar ælta að borga IceSave - sama hvað það kostar (ef það er búið að semja, en engin veit hver kjörin eru). Ísland getur ekki sótt rétt sinn. Það er ekki búið að semja um Ice Save!
Kommon hvað er í Gangi. Ég held að hann sé "fokked"
Ps. tekur þú lán í banka án þess að vita í hvað langan tíma og hver vaxtakjörin eru. Varla... en Geir gerir það, því hann þarf ekki að borga.... heldur smælingjarnir!
Burt með skúrkinn....
Gunnar (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 22:50
Atli Gíslason segir að hans fyrsta verk ef hann kemst í ríkisstjórn verði að rifta þessum samningum en það er hægt samkvæmt áliti ofan úr háskóla.
Þótt VG séu ekki mínir menn þá mun ég setja Xið við þá sem eru til í að fara þá leið.
sandkassi (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 22:59
Atli Gísla er klár. Held maður myndi gera margt vitlausara en að kjósa hann !
Held að það þurfi líka að stokka heldur betur upp í þessu flokka kerfi. Það þarf að losna við alla þá sem njóta ekki trausts þjóðarinnar. Það þýðir að flestir ef ekki allir sem eru í ríkisstjórn þurf út af listum flokkanna. Eins þarf að hrista upp í stjórnarandstöðunni. Það þarf margt nýtt fólk þar líka.
Sigurbjörg, 3.1.2009 kl. 23:11
Sammála það þarf fullt af nýju fólki þarna inn.
sandkassi (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 23:23
Þið verðið að fyrirgefa mér. Vinstri Grænir - besta mál! En því miður þá verður Ingibjörg Sólrún Gísladóttir framarlega í flokki í slíkri stjórn. Það er afar slæmt.
Gunnar (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 23:46
þetta eru slæmir kostir allt saman þykir mér.
sandkassi (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 23:50
Sammála, Ingibjörg þarf út úr stjórnmálum líkt og Geir H, eins Björgvin og Árni. Trúlega líka Össur og Björn. Örugglega einhverjir sem ég gleymi þarna sem er algjört "must" að hverfi. Það sem við urfum er fólk sem tekur af alvöru á málum og gerir það vel, sinnir sínu starfi sem það er í fyrir þjóðina. Óg er ábyrgt. Það þyrfti að vera hægt að kjósa einstaklinga en ekki flokka. Og gera þá ábyrga í starfi. Þá fyrst fer þetta að ganga.
Sigurbjörg, 3.1.2009 kl. 23:57
Ég þekki tvo mjög færa fasteignasala hér á landi og hef persónulega góða
tenginu í Bretlandi.
Ég á bæði góða vini þar sem og ættingja.
Allir þessir aðilar eru sammála um eitt. Húsnæðisverð á Bretlandi á eftir
að lækka gríðarlega á næstu árum. Ef þessar eignir eru húsnæði þá erum við
í djúpum skít. Sorry gott fólk en við komum til með að borga svo háar
upphæðir fyrir Icesave að ég fæ ekki séð hvernig þjóðarbúið á að ráða við
það.
Ég er algerlega sammála þeim sem vilja ennþá venda kvæði í kross og borga
ekki þessar skuldir. Við munum einfaldlega ekki ráða við það.
Ég er algerlega sammála Frjálslynda flokkinum með það. Lesið þennan link ef
þið hafið ekki gert það.
http://visir.is/article/20090103/FRETTIR01/492564616/-1
Már. (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 00:10
Kíkti á greinina og er sammála henni. Ef við þurfum ekki að borga því þá að gera það? Hvernig væri að þessir menn sem skuldsettu okkur sæu sjálfir um að þrífa skítinn upp eftir sjálfa sig?
Sigurbjörg, 4.1.2009 kl. 00:28
Sammála í einu og öllu sem hér kemur fram. Sammála því sem kemur í grein frjálslindra. En hvort var búið að semja eða ekki semja? Af hverju var logið að þjóðinni? Ég þoli þetta ekki lengur.
Gunnar (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 07:26
Þeir hafa ekki kjark til að segja þjóðinni rétt frá. Einn daginn semja þeir, annan daginn er það ekki rétt, þann þriðja segja þeir við erum búin að semja en við vitum ekki um hvað ... ótrúlegur fáránleiki sem skín í gegn hjá þeim. Og svo sitja þeir sem fastast.
Sigurbjörg, 4.1.2009 kl. 12:50
Björg Thorarensen lagaprófessor við Háskóla Íslands hefur gefið út það álit að þessir samningar séu riftanlegir, ég á eftir að kynna mér það mál nánar.
Eins hefur komið fram að EES samningurinn var settur að veði af samninganefndinni sem fór gegn Íslendingum í þessu máli. Okkur var sem sagt hótað að okkur yrði hent út úr Evrópska Efnahagssvæðinu ef við gengjum ekki að samningunum.
Samkvæmt skýrslu Seðlabanka Frakklands frá árinu 2000 sem kveður á um innistæðutryggingar þá er það mjög skýrt að ríkisábyrgð kemur ekki til í þeim tilfellum þar sem um er að ræða kerfislægt bankahrun eða hrun alls bankakerfisins eins og gerðist hér.
Þetta þíðir að samningurinn við Breta og Hollendinga er í andstöðu við lög Evrópusambandsins. Engu að síður er okkur hótað af samninganefndinni (sem frakkar fóru fyrir) að við verðum sett út úr EES.
Eins og ráðamenn hafa viðurkennt þá var samningurinn pólitískur en ekki lagalegur. Þetta þíðir að við ætlum að borga þetta í skiptum fyrir það að eiga möguleika á inngöngu í Evrópusambandið.
sandkassi (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 13:12
Ég er á þeirri skoðun að fyrst samningurinn er riftanlegur á að gera það, amk skoða vandlega möguleika þess. Hvernig þessar stóru þjóðir Evrópusambandsins hafa hagað sér gagnvart Íslendingum í þessu máli, sérstaklega í ljósi þess að ekki er lagalegur grundvöllur fyrir því, þá getum við séð hvernig þeir munu valta yfir okkur ef við göngum inn í sambandið. Ég trúi því varla í ljósi þess sem gerst hefur að ef við riftum samningum þá verði okkur hent úr EES.
Sigurbjörg, 4.1.2009 kl. 13:58
manni finnst það ótrúlegt og spurning með að láta bara á það reyna. Allavega er engin ástæða til þess að púkka upp á slæman félagsskap held ég.
sandkassi (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 14:26
Vonandi að sem flestir hugsi þannig.
Sigurbjörg, 4.1.2009 kl. 15:36
yes
sandkassi (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 15:47
Skrítið að Mbl komi ekki með þessa frétt sem er í DV. og að sjálfsögðu í sjónvarpinu en það á semsagt að láta málshöfðunina veg allrar veraldar. Líklega ætlunin allan tímann.
Samtökin In Defence og Iceland (indefence.is) benda á að aðeins fáeinir dagar séu til stefnu til þess að stefna breskum stjórnvöldum vegna beitingar hryðjuverkalaga gegn íslenskum hagsmunum í bankahruninu á nýliðnu ári. Enn hafi ekki verið gefin út stefna í málinu í máli Kaupþings banka fyrir breskum dómstólum.
Næst víst að þeir kenna um skiptabúinu.
Sigurbjörg, 4.1.2009 kl. 19:34
já það er margt skrýtið á mbl. Þetta var á RUV. Alveg eins og þegar Jón Ásgeir keipti alla fjölmiðlana þá settu visir.is og mbl.is það ekki á forsíðu heldur hálfföldu tilkynninguna. Þá kom þetta einungis fram sem forsíðufrétt á vef Viðskiptablaðsins og ruv.is.
Kaup á yfir 80% hlut í fjölmiðlum landsins þóttu ekki vera forsíðuefni á visir.is eða mbl.is
sandkassi (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 19:47
Einmitt, mjög skrítið, það virðist vera ritskoðun í gangi alls staðar. Ef ekki ritskoðun þá hræðsla við yfirmenn og/eða eigendur.
Sigurbjörg, 4.1.2009 kl. 21:45
Sigurbjörg, við erum líka að ræða þetta hérna http://lillo.blog.is/blog/lillo/entry/761928/
Lillo hafði samband við Atla og byrti síðan svar frá honum hjá sér. Það væri fínt að fá umræður þar líka, ekki veitir af á síðustu metrunum.
sandkassi (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 23:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.