3.1.2009 | 17:03
Og allt að hækka .....
Það eru alltaf slæmar fréttir þegar eitthvað hækkar. Sérstaklega á þessum tímum.
61.000.- fyrir kort í 9 mánuði er þó ekki svo slæmt. Það þýðir amt. 6.778.- kr. á mánuði. 21 dagur amt. í vinnu - báðar leiðir að sjálfsögðu - þýðir 323.-kr pr.dag eða 161.50 pr. leið. Ekki svo slæmt þegar miðað er við vegalengdir, sérstaklega ef þetta er notað um helgar líka þá er það enn minna pr.ferð.
Fyrir Reykvíkinga er gjaldið 30.500.- kr. NB innan höfuðborgarsvæðisins, fyrir 9 mánaða kort. Þarna er jú um að ræða mun styttri vegalengdir. Fyrir þá sem ferðast á einkabílum er þetta mun dýrara og ættu því þeir sem það gera að hugsa til þess að það er hægt að ferðast á milli með strætó. Reyndar tekur hellings tíma en ...
Segjast þurfa að hætta að nota Strætóferðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér finnst þessar hækkanir vera köld kveðja til íbúa Akraness, Borgarness, Hveragerðis og Selfoss. Að setja gjald upp á 122.000 er eitthvað sem er óskiljanlegt.
Það er ljóst að Sjálfstæðismenn sem eru með meirihluta í stjórn Strætó gera sér enga grein fyrir þjónustuhlutverki samfélagsins. Allt á að vera rekið á forsendum einkaframtaksins þar sem á að vera unnt að græða og helst á tá og fingri.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 3.1.2009 kl. 18:27
Skil ekki alveg þetta gjald uppá 122.000.- Að sjálfsögðu á að létta undir með almenningi, og ef vit væri í ráðamönnum væri frítt í strætó.
Sigurbjörg, 3.1.2009 kl. 18:44
Bara þeir sem ferðast daglega á milli kaupa sér 9 mánaða kort á 61.000, hjón=122.000. Hinir verða að taka á sig þrefalda hækkun og fer eitt fargjald úr 280 krónum í 840 krónur.
Sannarlega köld kveðja til okkar Skagamanna frá Strætó bs. Þetta þýðir að nú fer að borga sig fyrir fólk að hópast saman í bíla og skiptast á að keyra á milli. Ef keypt er 9 mánaða kort í dag dettur sumarfríið inn í þetta og eigandi kortsins getur ekki látið annan í fjölskyldunni nota það á meðan.
Almenningssamgöngur ættu ekki að vera gróðafyrirtæki. Að sem flestir taki strætó er þjóðfélagslega hagkvæmt á allan hátt. Fastir farþegar á Skaganum eru rúmlega 300 talsins, það hefur án efa minnkað bílaumferð til mikilla muna á Vesturlandsveginum. Þetta verkefni gekk svo vel, svo ótrúlega margir tóku strætó hér að það þurfti að bæta við heilli rútu í fyrstu ferð á morgnana. Ekki óraði okkur fyrir því að skemmdarverk yrði unnið á þessu. Ég flutti á Skagann af því að strætó fór að ganga á milli.
Svo gengur þetta ekki upp ef maður fer að hugsa út í það, okkur býðst að kaupa kort og fáum þannig farið á tvöföldu gjaldi en ágóðinn af kortunum fer til Akranesbæjar, ekki Strætó bs. Hefði haldið að það yrði fjárhagslegt tjón fyrir Strætó að missa minnst 2 milljónir á mánuði þar sem bænum er ekki gert að borga meira en hingað til í niðurgreiðslu af strætó (30 milljónir á ári). Hver er þá hinn eiginlegi tilgangur með því að hækka þetta svona mikið og skerða þjónustuna í þokkabót?
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.1.2009 kl. 22:48
Ef ágóðinn fer til Akranesbæjar þá ætti Akranesbær að sjá sóma sinn í að greiða til baka hagnaðinn til korthafa. Hefði haldið að þetta sparaði líka td í gatnagerð og fleiru.
Sigurbjörg, 3.1.2009 kl. 22:57
Sammála ... en samt, af hverju hækkaði Strætó bs þetta svona mikið, ætli það hafi verið til að Akranesbær græddi? Varla. Allt sett í uppnám en enginn gróði af þessu fyrir Strætó! Þetta er óskiljanlegt!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.1.2009 kl. 23:04
Þetta er allt helv.... pólitík, því miður. Kanski samantekin ráð til að ná inn meiri pening af skattborgurum til að borga niður skuldir útrásarmannanna. Ef Arkranesbær fær hærri tekjur þá þurfa þeir minna frá ríkinu etc ...
Er ekki sagt að pólitíkin sé hin versta tík?
Sigurbjörg, 3.1.2009 kl. 23:21
Mig langar að koma leiðréttingu á framfæri. Svo virðist sem lítið upplýsingaflæði hafi valdið því að Skagamenn beindu undrun (reiði) sinni helst að Strætó bs.
Ég veit ekki hvernig samninga okkur var boðið upp á af hendi Strætó bs en strætóaksturinn er ekki lengur á vegum Strætó bs, heldur Akraness, Hvalfjarðarsveitar og Borgarness sem hafa nú einkaleyfi á leiðinni. Þess vegna fá sveitarstjórnir ágóðann af kortakaupum og borga Strætó bs ákveðna þóknun, m.a. fyrir að við fáum að ferðast um höfuðborgina. Okkur bauðst að fá að innlimast inn í sjálft strætókerfið en væntanlega hefur það verið of dýrt fyrir sveitarfélögin fyrst það var ekki samþykkt.
Fékk í dag bréf varðandi þetta frá Reyni Jónssyni, framkvæmdastjóra Strætó bs, sem útskýrði málið vel og ég vildi koma þessu að. Ekki gengur að pirrast út í rangan aðila.Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.1.2009 kl. 17:09
Takk fyrir þetta Guðríður :)
Sigurbjörg, 5.1.2009 kl. 18:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.