Ævilöng "ráðning" ?

Mér finnst eins og fleirum ansi lítið siðferði vera í dag hjá mörgum.  En að formaður eins stærsta verkalýðsfélags skuli ekki hafa sagt af sér í kjölfar þess að hann afskrifað svo léttilega skuldir í banka sem hann var búinn að kaupa mikið af hlutafé í fyrir Lífeyrissjóð Verzlunarmanna finnst mér út fyrir öll mörk.  Eru kanski skilmálar um "feitan" starfslokasamning á borðinu sem ekki á að koma upp um fyrr en um allt hægist? Maður bara spyr ...

Almennt er talið að mótframboð þýði ekki.  En ef Gunnar Páll ´myndi taka þá siðferðislega réttu ákvörðun að segja af sér kæmi örugglega til framboðs milli nokkurra aðila.   Nú ef ekki, þar sem laun formanns VR eru ekkert svo slæm, amk var Gunnar Páll ef ekki enn, með kr.1.750.000.- á mánuði, held ég að réttast sé að auglýsa eftir framkvæmdarstjóra.  Held að margir væru til í að fá þó ekki væri nema helmingur þeirra launa fyrir vel unnin störf.

Gunnar Páll hefur eflaust gert ýmsa góða hluti fyrir félagið, en þessi mistök finnast mörgum réttilega of stór til að halda áfram störfum.


mbl.is Framboðsfrestur hjá VR framlengdur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Guðbjartsson

Það kemur mótframboð og það mun sigra.

Ágúst Guðbjartsson, 2.1.2009 kl. 20:25

2 Smámynd: Sigurbjörg

Það vona ég svo sannarlega !

Sigurbjörg, 2.1.2009 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband