28.12.2008 | 23:12
Endilega að fara alla leið !
Stundum hef ég á tilfinningunni að þegar fólk er að velta upp hugmyndum taki einhver sig til og leki í fjölmiðla þeim hugmyndum sem það annað hvort vill að verði ofaná eða því finnst sniðugar. Trúi því varla að þarna sé um alvöru hugmynd að ræða.
En hvers vegna ekki að ganga enn lengra? Það er jú voða fallegt að sjá litla bamba, héra og kanínur stökkva um í iðgrænu grasi og trjám. Það væri tilvalið að planta þarna sígrænum gervitrjám, gervigrasvelli, að sjálfsögðu allt upphitað í boði Hitaveitu Suðurnesja. Enn fremur, því það er oft rok, rigning eða sjókoma væri hægt að setja risa gler eða plasthvelfingu yfir. Þá værum við búin að fá atvinnu fyrir fjölda manns. Innflutt dýr gætum við fengið ódýrt (því allir vorkenna jú okkur að vera gjaldþrota). Endilega þurfum við síðan að muna eftir að skella upp nokkrum tjörnum fyrir skjaldbökur og gullfiska svo og að fá páfagauka af öllum gerðum og stærðum því það fengjust svo fallegir litir þarna inn með því. Þá gætum við skellt inn nokkrum íslenskum dýrum svona með svo sem refum. Ekki vitlaust eða hvað?
Svona að öllu gamni slepptu, var þessi hugmynd um hreindýrin ekki sett fram í djóki?
Vara við hugmyndum um hreindýr á Reykjanesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bara skrítinn húmor hjá mér elsku frænka :)
Sigurbjörg, 28.12.2008 kl. 23:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.