Hvar eru þeir sem vilja kosningar?

Ef allir þeir sem vilja kosningar myndu mæta næst á Austurvöll til að mótmæla friðsamlega hvað ætli margir myndu mæta? Þar sem farið er að mótmæla um helgar ættu fleiri að sjá sér fært að mæta.  Það verður ekki tekið mark á þessu fyrr en allir sem vilja kosningar mæta til að mótmæla.  Ef við viljum kosningar þá eigum við ekki að láta nokkur hundruð annarra um það heldur á fólk að mæta þarna.  Mér finnst nú trúlegra að það séu fleiri en nokkuð hundurð Íslendinga sem vilja kosningar.  Stjórnmálamenn hafa ekki verið að taka mark á þessum mótmælum og Ingibjörg Sólrún sagði sína skoðun á fundi í Háskólabíó fyrir ekki svo löngu.  Þeir vilja ekki trúa að þarna sé um marga að ræða og sú túlkun verður þangað til nægjanlegt fjölmenni næst í þessi mótmæli.


mbl.is Nokkur hundruð á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hvers að kjósa? Hvað er í boði? Svar.Hin fíflin í þinghúsinu. Hver er munurinn?

l (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 00:44

2 Smámynd: Sigurbjörg

Gæti verið smá munur.  Er sniðugt að vera með 2 af 3 flokkum í ríkisstjórn sem hafa bera ábyrgð á hvernig staða okkar er?  Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Samfylkingin hefðu átt að vinna vinnuna sína.  KANSKI gera hinir það.

Sigurbjörg, 28.12.2008 kl. 01:06

3 Smámynd: Sigurbjörg

Það segir í Visi í dag að lögreglan áætlar að um 500 manns hafi mótmælt í dag.  Fyrst þeir hafa það eftir lögreglunni ætti það að vera rétt.  Skil ekki alveg hvernig Mbl tekst að láta mótmæli gegn ríkisstjórninni alltaf virðast minni en þau eru  ....

Sigurbjörg, 28.12.2008 kl. 01:25

4 identicon

Það er enginn munur allt sömu aularnir. Hugsaðu þér.Ríkisstjórnin hefur ákveðið að skipa nefnd til að kanna málið, nefndin skal hafa lokið störfum fyrir árið 203???? Í nefndina skulu aðeins skipaðir misvitringar sem eru flokksbundnir í öðrumhvorum ríkisstjórnarflokkinn.Dodododo og svo framvegis.

l (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 01:31

5 identicon

Ég held að svona meðal - jón eins og ég sé búinn að fá nóg!!!

l (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 01:45

6 identicon

Það verður allt vitlaust eftir áramót. Ég held að flestir vilji bara ró og næði yfir jól og áramót eftir áfallið í haust og vetur. Það er nokkuð ljóst að þegar uppsagnarfrestirnir kikka inn og fólk getur ekki borgað af lánum að þá mun reiðin ná yfirhöndinni. Ég er ansi hræddur um að það séu ekki skemmtilegir eða friðsamlegir tímar framundan.

lundi (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 08:40

7 Smámynd: Sigurbjörg

Við eigum fullt af hæfu fólki hér á landi.  Þeir bara veljast ekki í þessa flokkspólitík.  Það myndi jafnvel breytast ef við fengjum að kjósa menn en ekki flokka.  Dálítið flókið fyrirkomulag kanski.  En hugsið ykkur.  Það væri jafnvel hægt að gera fólk ábyrgt sinna gerða.  Þeir sem væru kosnir þannig myndu jú þurfa að segja af sér ef þeir gerðu mistök á mistök ofan.  Í dag höfum við ráðherra sem segjast axla ábyrgðina, EF í ljós komi einhver mistök eða vanræksla af þeirra hálfu.  Ef þeir hafa ekki sofið á verðinum hvað flokkast undanfarin ár undir?

Sigurbjörg, 28.12.2008 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband