23.12.2008 | 18:39
Eftir að hafa samþykkt stórfelldan niðurskurð styrkir félags-og tryggingarmálaráðherra um "heilar" 5 milljónir
Það kom mörgum á óvart að Jóhanna skyldi samþykkja allan þennan niðurskurð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2009. Nú kemur smá ölmusa frá henni, spurning hvort það sé til að friða samviskuna svona kortér fyrir jól ?
Er það kanski stefna þessarar ríkisstjórnar að skerða fyrst framlag til þeirra efnaminni og láta þá þurfa að ganga á milli hjálparstofnana til að komast af? Er þeim slétt sama um andlega líðan fólks?
Eftir þessar síðustu aðgerðir ríkisstjórnarinnar verður enn meiri þörf á styrkjum fyrir fátæka hér á landi, því þó að allflestir forráðamenn þjóðarinnar viðurkenni ekki að fátækt hafi verið hér þá er það ekki rétt. Fátækt þykir ljótt orð og það er mikið sussað á fólk sem segir það hreint út. Því miður hefur fátækt aukist nú þegar og fleiri eru að lenda í gildru fátæktar hér á landi.
Þjóðin verður að sýna samhug í verki allt árið. Verum duglegri að fylgjast með að fólk í kringum okkur hafi nóg að býta og brenna, ekki einungis fyrir jólin heldur allt árið !
![]() |
Ríkið styrkir innlent hjálparstarf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jóhanna er krati. Í Svíðjóð hefur ölmussukerfið verið ríkjandi í áratugi og ég held að enginn svíi sé án bóta í einhverri mynd. Það er þinn réttur og skylda sem skattgreiðandi að sækja um styrki frá sveitarfélaginu, því annars kemst þú ekki af ef þú ert á normallaunum ( í verslun á kassa, undirhjúkrunarkona , í hreingerningum hjá því opinbera). Svíum fynnst þetta eðlilegt, því þeir eru uppaldir í Kratalandi.
V. J. (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 13:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.