22.12.2008 | 16:35
Óvanaleg viðbrögð á þessum síðustu og verstu
Við erum óvön svona viðbrögðum. Gísli sér sem rétt er að það gæti orðið um hagsmunaárekstra að ræða, eða að minnsta kosta gæti skapast efi hjá fólki um hagsmunaárekstra. Sýnir sig að hann hlýtur að hafa verið að vinna af alhug fyrir neytendur varðandi málefni peningamarkaðssjóða.
Vanhæfur í málefnum peningamarkaðssjóða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þeir bræður eru heilir í gegn enda að norðan
Sigurður Guðmundsson, 22.12.2008 kl. 16:46
Einmitt, það væri óskandi að margir aðrir væru jafn heilir í sínum störfum.
Sigurbjörg, 22.12.2008 kl. 17:08
Samt merkileg tilviljun að Tryggvi skuli ráðin til Landvaka, þegar Gísli er að vinna í máli sem að hluta er beint gegn fyrirtækinu. Ég vona að menn hafi ekki verið að þagga niður í Gísla.
Marinó G. Njálsson, 22.12.2008 kl. 18:01
Ég ætla rétt að vona ekki og eins að þeir bræður hefðu séð í gegnum það. En þar sem logið hefur verið að almenningi það lengi kæmi það ekki á óvart. Það er svo margt skrítið að halda áfram að gerast hérna. Td að fækka rannsóknarmönnum í efnahagsbrotadeild ... of skrítið til að hugsa ekki um hvað er verið að fela
Sigurbjörg, 22.12.2008 kl. 19:02
Það ber að hafa í huga að Gísli er með forgjöf. Hann er kominn af austfirskum og norðlenskum útgerðarmönnum og bændahöfðingjum og auk þess ólst hann upp í akademsku umhverfi í menningarbænum norðlenska- Akureyri. Þar bjó skáldið frá Fagraskógi og þar áður sálmaskáldið Matthías Jochumsson sem varð svo hugfanginn og innblásinn af fegurð Skagafjarðar eftir að hafa orðið þar veðurtepptur í norðlenskri stórhríð að hann orti nokkru seinna þjóðsöng okkar "Skín við sólu Skagafjörður." Og þar ólst upp aflrauna-og glímukappinn Jóhannes Jósefsson sem aflaði sér heimsfrægðar með sýningum á erlendri grund. Kom svo heim og bjargaði heiðri þjóðarinnar með því að reisa og bjóða erlendum gestum upp á glæsibygginguna Hótel Borg þjóðhátíðarárið 1030. Frá Akureyri var líka karlakórinn Geysir og þar var MA kvartettinn stofnaður og löngu síðar Smárakvartettinn. Frá Akureyri er garpurinn Alfreð Gíslason besti handknattleiksþjálfari heimsins en þeir Gísli eru reyndar ekki skyldir.
Og þarna er fátt eitt talið af traustum bakgrunni heiðursmannsins Gísla Tryggvasonar.
Árni Gunnarsson, 22.12.2008 kl. 20:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.