21.12.2008 | 23:23
Á ekki að gera meira?
Hvernig er það, eru fleiri eignir sem hagstætt væri að selja? Var búið að selja íbúðina í París, eina þá dýrustu? Gæti verið, ég man það ekki svo vel. En eru ekki einhver sendiráð sem má fækka um í viðbót? Ég er viss um að það megi semja við td nágrannaþjóðir okkur um ræðismannastörf. Eða þá að það mætti fækka í sendiráðum og skera niður veislur og annað sem við hreinlega höfum ekki efni á í dag. Hvað kostar hvert sendráð, hverjar eru húseignir og bílafloti og hver er ábati okkar Íslendinga versus viðkomandi sendiráð? Væri ekki tilvalið að setja þessar tölur á blað og leyfa almenningi að sjá þær. Eins væri fróðlegt að sjá lista yfir starfsmenn, eru þetta í flestum tilfellum aflóga stjórnmálamenn og vinir og vandamenn? Alla veganna eru ráðherra búnir að tala um meiri upplýsingar til þjóðarinnar, þessar mættu kanski fylgja með.
![]() |
Sendaherrabústaðir verði seldir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.