18.12.2008 | 09:48
Gott fordæmi fyrir suma aðra bankastarfsmenn og fleiri
Leitt að þessi umræða hefur bitnað á fjölskyldu hans, en gott að hann er hættur því menn verða að vera hafnir yfir allan vafa í störfum fyrir bankana í dag.
Fleiri bankastarfsmenn mættu fara að dæmi Tryggva og segja af sér strax, en það eru þeir sem gengdu ábyrgðarstöðu á gömlu bönkunum.
Þá mættu ýmsir aðrir aðilar td. í Fjárálaeftirlitinu og Seðlabankanum að hugsa sinn gang, að ekki sé talað um ríkisstjórnina.
Fleiri bankastarfsmenn mættu fara að dæmi Tryggva og segja af sér strax, en það eru þeir sem gengdu ábyrgðarstöðu á gömlu bönkunum.
Þá mættu ýmsir aðrir aðilar td. í Fjárálaeftirlitinu og Seðlabankanum að hugsa sinn gang, að ekki sé talað um ríkisstjórnina.
Tryggvi hættur í Landsbankanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er nú bara nokkuð algengt að fjölskyldur glæpamanna verði fyrir óþægindum af þeirra völdum.
Þá breytir engu hvort það sé fjölskylda Tryggva Jónssonar eða fjölskylda Lalla Johns....
Ingólfur Þór Guðmundsson, 18.12.2008 kl. 09:57
Þetta eru bara Nornaveiðar sem þið eruð á. Nefndu eina ástæðu fyrir því að maðurinn sé glæpamaður.
Gunnlaugur Jónsson, 18.12.2008 kl. 10:10
Þettra er hið besta mál, næst eru það Sigurjón Árnason og Birna Einarsdóttir, fólk sem kemur miklu óorði á banka sína. Gunnlaugur ertu eitthvað trgur ? Tryggvi fékk þyngstu refsinguna í Baugsmálinu eins árs fangelsi (skilorðsbundið) fyrir m.a. skjalafals, á hann þá að vera innanbúðar í nýjum ríkisbanka á meðan hann afplánar dóminn, ef svar þitt er já þá ertu bilaður.
Skarfurinn, 18.12.2008 kl. 10:25
Það er ekki verið að mótmæla honum vegna þess að hann fékk þennan dóm heldur frekar vegna þess að hann er Baugsmaður þ.e. útrásarmaður. Það sem ég meinti er að það er verið að láta eins og "útrásarmennirnir" séu glæpamenn. Þetta eru nornaveiðar. Auk þess var þetta dómsmál spurning um 500.000 kr. bókhaldsmistök eða eitthvað slíkt.
Stærstu mistök hjá þessum mönnum og bönkunum var að flytja ekki úr landi fyrir löngu.
Gunnlaugur Jónsson, 18.12.2008 kl. 10:51
Ég er nú svo einföld að ég hefði haldið að það eitt að vera á sakaskrá væri nóg til að vera ekki starfandi í banka, hvað þá í ábyrgðarstöðu.
Stærstu mistök sem voru gerð með bankana var að selja þá án þess að vera með almennileg lög. Og að skilja ekki eftir einn ríkisbanka.
Er sammála þér skarfur að það þarf að koma Birnu út og öruggleiga fleirum. Eftir því sem Nýi Landsbankinn gaf yfirlýsingu um er Sigurjón ekki lengur starfandi innan þeirra veggja.
Sigurbjörg, 18.12.2008 kl. 20:07
Mikið rétt Ingólfur, þetta á við um svo marga, því miður
Sigurbjörg, 18.12.2008 kl. 20:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.