17.12.2008 | 13:35
Meira millifært eftir frystingu reikninga !
Ég var að fletta DV núna áðan og þar kemur í ljós færsla sem greidd var eftir frystingu reikningsins. Landsbankamenn samir við sig, sjá hér frétt úr DV:
Björn Ársæll Pétursson, forstöðumaður útibús Landsbanka Íslands í Hong Kong, fékk 934 þúsund Hong Kong-dollara starfslokasamning en upphæðin var greidd af launareikningi eftir að Landsbankinn varð gjaldþrota í byrjun október.
Þetta samsvarar tæpum 20 milljónum íslenskra króna. Þetta gerðist eftir að allir reikningar bankans höfðu verið frystir. Launagreiðslur Hong Kong-skrifstofunnar fóru fram í gegnum einkafyrirtækið Tricor.
Eftir fall Landsbankans voru umtalsverðir fjármunir á reikningi þess fyrirtækis, eða sem nam 2,8 milljónum Hong Kong-dollara. Reikningurinn var tæmdur í samráði við höfuðstöðvarnar á Íslandi og væntanlega með vitund Elínar Sigfúsdóttur, núverandi bankastjóra. Forstöðumaðurinn fékk sjálfur þriðjung hins fundna fjár.
Ef þetta flokkast ekki undir siðleysi eða jafnvel fjárdrátt þá er ég hissa.
En Reynir virðist ætla að standa við orð sín í dag !
Jón Gerald mótmælir í Landsbanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hann Reynir er vonandi búinn að læra sína lexíu og stendur bara við orð sín framvegis...eins og gjarnan áður, að ég held.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 17.12.2008 kl. 13:54
Reikna með því líka, en annars átti ég við yfirlýsinguna í dag frá honum :)
Sigurbjörg, 17.12.2008 kl. 14:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.