Fólk er búið að fá nóg !

Ekki er ég hissa. Tryggvi Jónsson ráðinn. Einkavinur Baugsmanna og einn af þeim sem ákærður var í Baugsmálinu og fékk dóm fyrir. Bara það er ámælisvert því Baugur átti töluverð viðskipti við Landsbankann gamla eftir því sem sagt er. Að sjálfsögðu er ég sem viðskiptavinur bankans ekki ánægð. En þeir eru búnir að múlbinda mig sem viðskiptamann með húsnæðisláninu mínu, þannig að ég get ekki svo glatt hlaupið annað.
Nú svo er ElínSigfúsdóttir enn þarna, en DV er með frétt í dag sem fjallar um opnun útibús Landsbankans gamla í Hong Kong. Hún var meðal gesta í veislunni þar sem undirstrikar það að stjórn Nýja Landsbankans segir bara hálfan sannleikann þegar þeir segja engan bankastjóra gamla Landsbankans vera við störf í þeim nýja. Þeir eru enn með áhrifafólk og yfirmenn úr gamla bankanum við störf og það sem aðal bankastjóra!

Auðvitað á fólk sem búið er að taka út sinn dóm, jafnvel þó sé á skilorði, rétt til að vera eins og við hin, gjaldgeng á vinnumarkaði. En þú ræður kanski ekki mann í ábyrgðarstarf í banka, nema bankinn sé í einkaeigu, sem hefur verið dæmdur fyrir fjársvik. Eða var dómurinn vegna annars?

Ég vona að stjórn Nýja Landsbankans taki tillit til mótmælanna


mbl.is Ruddust inn í Landsbankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: einhvur

> Þeir eru enn með áhrifafólk og yfirmenn úr gamla bankanum

> við störf og það sem aðal bankastjóra!

Það hefur alltaf legið fyrir að Elín var einn af helstu lautinantum Sigurjóns Árnasonar í gamla Landsbanka:

http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2008/10/09/nyi_landsbanki_tekur_vid/

"en hún starfaði sem framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans."

Ekkert nýtt þar.

einhvur, 17.12.2008 kl. 10:01

2 Smámynd: molta

Lítil hætta á að þessi mótmæli séu tekin persónulega af stjórn banka eða hvað þá stjórnvöldum.

Það þarf að senda lið til að skúra í Landsbankanum og víðar.  Þar dugar ekkert hvítþvottalið, heldur bara venjulegir ræstitæknar, þeir myndu geta ræst óþefin út úr þessum stofnunum og þá er kannski hægt að fara að byggja upp aftur.

molta, 17.12.2008 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband