17.12.2008 | 00:21
Hvort ætli komi til með að skila sér betur?
Það verður fróðlegt að sjá hvort virkar betur stýrivaxtahækkun Seðlabanka Íslands upp í 18% eða stýrivaxtalækkun Seðlabanka Bandaríkjanna niður í 0-0,25% . Seðlabanki Bandaríkjanna hefur meiri reynslu að kreppu en við, þeir voru jú með kauphallarbrask fyrir stóru kreppuna á síðustu öld og hafa lent í smá krísum síðan, þó ekki neitt í líkingu við það sem á sér stað nú.
Hvernig ætli þeir hefðu tekið á verðtryggingu húsnæðislána þarna í henni Ameríku? Fyrir utan það að þeim hefði ekki dottið sú firra í hug.
Hugsið ykkur ef stýrivextir hérna væru þeir sömu?
Það eru nú bara draumórar jafnvel að láta sig dreyma um 5-7% stýrivexti. Og við sem erum með verðtryggð lán !
Vextir 0-0,25% í Bandaríkjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.