16.12.2008 | 12:09
Heldur áfram að sýna sína vanhæfni
Ég held að nú sé mál að ráðherrar hætti ! Að Geir skuli ekki vita hvaða samskipti hafi átt sér stað milli fjármálaeftirlita landanna tveggja. Hæfur maður hefði vitað þetta. Ef hann veit þetta á hann að segja frá því, hann ætti að vera farinn að læra að sannleikurinn er bestur, það er ekki gott að "vita ekki" eða vera margsaga eins og hann hefur verið undanfarna mánuði.
Yfirlýsing í breskum fjölmiðlum þess efnis að hann "sé ekki viss" en sé að íhuga málsókn ... hefði ekki verið nær að neita viðtali?
Ótrúlegt
Yfirlýsing í breskum fjölmiðlum þess efnis að hann "sé ekki viss" en sé að íhuga málsókn ... hefði ekki verið nær að neita viðtali?
Ótrúlegt
Ekki viss um samskipti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er allt orðið ótrúlegt. Það virðist ekki vera til hæfur einstaklingur í öllu þessu ráðherra liði.
Ágúst Guðbjartsson, 16.12.2008 kl. 12:23
Þessi vanhæfni ríður ekki við einteyming. Hversvegna skilur maðurinn ekki að vitjunartími hans er fyrir löngu kominn? www.formosus.blog.is
Baldur Gautur Baldursson, 16.12.2008 kl. 12:31
Rétt. það virðist ekki vera hæfur einstaklingur þarna. Líklega er hann ekki betur gefinn en svo frekar en fleiri samráðherrar, Davíð og fleiri að þeir "fatta" ekki að þeirra tími er löngu liðinn
Sigurbjörg, 16.12.2008 kl. 12:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.