Friðsamleg mótmæli, 3 lögreglumenn á hvern mótmælanda.

Engin furða á að fólk safnist saman og mótmæli og vilji stjórnina burt. Ekki bara Gordon Brown sem sparkar í okkur heldur ríkisstjórnin líka.
Ótrúlegt ef er satt, en altalað er um að litli bankamaðurinn mali ótæpilega. Hann á vist að vera búinn að upplýsa um ráðherra og þingmenn sem tengjast bankamálum hressilega og það á að vera um að ræða 80-90 % þeirra. Maður getur ekki annað en spurt sig að því hvort þetta sé rétt? Er þarna komin ástæðan fyrir seinagangi og tregðu ráðamanna til að upplýsa hvað raunverulega er í gangi?
Í gegnum tíðina hafa gengið alls konar sögur um stjórnmálamenn og hvað þeir eiga að vera spilltir. Þar sem mér er tamt að trúa því besta en ekki versta uppá fólk hef ég látið þessar sögur sem vind um eyru þjóta. Þar til nú.
Hvers vegna er ekki búið að fá óháða aðila erlendis frá til að rannsaka bankana? Kanski þarna sé ástæðan?


mbl.is Mótmælum hætt á Tjarnargötu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alli

Hvenær ætlar þetta pakk að vakna og viðurkenna staðreyndir?

Er ekki sú staðreynd að í hvert skipti sem ríkisstjórnin kemur saman logar allt í mótmælum vísbending um eitthvað?

Er ekki sú staðreynd að bæði Geir Haarde og Daví Oddsson þurfa bæði lífverði og lögregluvernd vísbending um eitthvað?

Er könnun á Visir.is á dag sem sýnir að yfir 90% þátttakenda vilja breytingu á skipan ráðherra í ríkisstjórn Íslands vísbending um eitthvað?

Þetta segir mér bara eitt: RÍKISSTJÓRNINA BURT!

Alli, 16.12.2008 kl. 11:38

2 identicon

Mótmælið þessum því það var hann sem kom okkur á hausinn

Guðrún gg (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 11:44

3 Smámynd: Sigurbjörg

Einhverra hluta vegna er alltaf gert minna úr fjölda mótmælenda ... :)

Sigurbjörg, 16.12.2008 kl. 12:11

4 Smámynd: Sigurbjörg

úbbs ... ætlað að skrifa 1 lögregluþjónn á hverja 3 mótmælendur !

Sigurbjörg, 16.12.2008 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband