Valtað yfir kjósendur eina ferðina enn

Það er meira en íslenska krónan sem skiptir máli varandi inngöngu í Esb, Kostirnir sem allir tala um eru stöðugt gengi, engin verðbólga etc ... ég veit nú ekki annað en að verðbólga hafi verið töluverð í sumum ríkjum Evrópusambandsins.

Þorgerður Katrín heldur kanski að hún afli sér vinsælda með þessum ummælum? má vera.....

Hvers vegna að sækja um án umboðs til þess frá þjóðinni ? Það er yfirgangur.

Ég taldi að Þorgerður Katrín væri betur gerð en það, en samkv.þessu viðtali er það ekki víst.

Á sama tíma er td stækkunarstjóri Esb að gera ráð fyrir umsókn Íslands í sambandið. Hvað er það sem við höfum sem þeir vilja? Ekki eru það skuldirnar okkar.

Vantar þeim fisk? Vantar þeim orku? Vantar þeim olíu? Ekki víst að hún finnist hér í miklum mæli en kanski vita þeir eitthvað meira en við .....

Hvernig væri að birta skilmála þeirra svart á hvítu svo ekkert fari fram hjá neinum. Hverju glötum við og hver er ávinningurinn. Ekki bara áróður inn í Esb heldur líka segja okkur frá göllum þess. Það er sjálfsögð krafa hvers kjósanda.


mbl.is Ekkert annað hægt en sækja um aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Er þeir í ESB borgunarmenn í framtíðinni. Er arðbært að innlimast. ESB bandalag: Stéttarsundurlindis, rasisma og þjóðarrembu. Skrifræðis og Ráðstjórnar. Spillingar og mafíustarfsemi. Nútíma þrælahaldi "foreign Labour".  Lágralauna og lágvörubúða.

ESB er GELD og í erlendu fréttunum er spáð hruni eða langri djúpri kreppu innan ESB.

ESB skortir, sér í lagi í kreppu, Auðlindir. BeauroK-ratarnir innan ESB halda áfram að kaup fisk jafnvel þó hann sé tollaður. Sumir er jú víst jafnari en aðrir.

Júlíus Björnsson, 15.12.2008 kl. 14:58

2 Smámynd: Sigurbjörg

Gott innlegg !

Sigurbjörg, 15.12.2008 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband