15.12.2008 | 12:49
Sumir jafnari .....
Með þessari tillögu, hvað fá ráðherra, þingmenn og hæstaréttardómarar í eftirlaun og eftir hve langan tíma? Bara svona í samanburði við venjulegan launamann. Eru þeir kanski ekki í vinnu?
Réttlæti felst í því að allir þessir aðilar séu jafn réttháir þegar kemur að eftirlaunum. Þeir geta borgað sömu % og aðrir launamenn og fengið sama mótlag frá atvinnurekanda, þe ríkinu. Nú ef þeir vilja meira, geta þeir lagt í séreignasjóð eins og hinir launamennirnir.
En það vill oft verða að sumir eru "jafnari" en aðrir svo ég vitni nú í Animal farm.
Eftirlaunaréttur ráðherra sá sami og þingmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað áttu við með "venjulegan launamann"? Þar eru nefnilega nú þegar sumir verulega jafnari en aðrir.
Þeir sem greiða almenna lífeyrissjóði verða að þola skerðingar á réttindum til lífeyris bendi tryggingafræðileg úttekt ekki til þess að iðgjöld og ávöxtun standi undir lofuðum stigum.
Þeir sem greiða í nýja A-deild lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins fá hækkað mótframlag frá ríkinu bendi samskonar úttekt til þess að að ávöxtun og iðgjöld dugi ekki.
Á þessu tvennu er all verulegur munur, ekki síst ef horft er til þess að bróðurparturinn af hækkuðu mótframlagi kemur með skattheimtu frá fyrri hópnum, þ.e. þeim sem taka skerðinguna.
Urf (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 13:09
mikið rétt en við vitum að það verður alltaf munur á launum fólks. En mér finnst ekki að ráðherrar, þingmenn svo og hæstaréttardómarar eigi að fá þessi háu eftirlaun. Væri ekki eðlilegast að þeir fengju sömu kjör og við hin? Þeirra eftirlaun verða samt að sjálfsögðu mun hærri en okkar hinna, en það ættu að gilda sömu reglur um þá, 4% afdregið 8% mótframlag. Síðan geta þeir þá greitt í séreignasjóð ef þeir vilja og fengið alltað 2% mótframlag. Þetta er slatti ofan á laun ráðherra, dómara og fleiri.
Finnst þér td eðlilegt hvað fv ráðherrar eru að fá í eftirlaun og úr hve mörgum sjóðum þeir fá margir hverjir greitt?
Sigurbjörg, 15.12.2008 kl. 14:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.