15.12.2008 | 09:39
Ljós í myrkri
Skemmtilegt að lesa um þetta, ekki veitir af að sjá smá birtu þessa dagana. Nú gæti verið tækifæri fyrir íslenska framleiðendur, sérstaklega bændur, að koma vistvænum afurðum á markað. Snúum vörn í sókn. Mæli með að þeir sem geta, hjálpist að við koma vistvænum vörum á markað í Frakklandi !
Kaupið bara íslenskan þorsk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það iljaði litla hjartanu að lesa þessa frétt frá Frakklandi, sem er eitt af ,,stóru" löndunum í ESB. Undanfarna daga og vikur hafa þær raddir ómað mjög hátt sem vilja okkur inn í Evrópubandalagið með öllum tiltækum ráðum. Ég tel farsælast fyrir íslenska þjóð að standa þar utan við og styðja frekar við æ mikilvægari sjávarútveg og vistvænan landbúnað því að það mun margborga sig. Þá á vatnið okkar eftir að verða mun dýrmætara þegar fram líða stundir. Við munum alltjént ráða yfir auðlindum okkar SJÁLF.
Laila (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 13:58
Sammála, eins lengi og við stöndum utan ESB ræaðum við sjálf yfir þeim :)
Sigurbjörg, 15.12.2008 kl. 14:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.