Hve mörg gjaldþrot verða á næstunni?

Guð hjálpi þeim sem hafa keypt íbúð síðustu 2 ár með fullu verðtryggðu láni. Eins og er bara við það að fasteignaverð standi í stað skulda margir meira en þeir fá fyrir húsnæðið. Hvað þá ef þetta nær fram að ganga. Hvað verða margir íslenskir einstaklingar gjaldþrota ? Í dag eru ansi margir sem íhuga brottflutning ég held þeir verði mun fleiri ef þetta verður, því miður.
mbl.is 25 til 30% lækkun þarf á fasteignamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Höfundur ókunnur

Rétt.

Það eru væntanlega amk. 30% af árganginum 1975-1982 sem verður tæknilega gjaldþrota, þ.e. skuld verður meiri en eign, en þar fyrir utan þá getur þetta komið illa niður á fólki sem var að stækka við sig fermetrum með hressilegri viðbótarlántöku.

Lenging lána í 70 ár er eins og að pissa í skóna, það virkar á meðan ylur er af hlandinu. Sá ylur gæti bjargað einhverjum en flestum er varla við bjargandi.

Reynsla norðmanna og svía af svona fasteignalækkunum er til staðar; þeir sem standa hana af sér ná nokkuð góðri stöðu þegar öllu er lokið. Aðrir lenda verr í því.

Kosturinn við svona lækkun er að hin gengdarlausa lánasöfnun almennings (og væntanlega fyrirtækja líka) verður víti. Víti til varnaðar, vonandi (gefið að við séum gáfaðri en apar). Kapp er best með forsjá.

Brottflutningur er ákveðin tímabundin lausn, en hversu lengi hún dugar er ómögulegt að svara. Það er nefnilega kreppa annars staðar líka. Hún er víðast komin jafn langt og hér, en afleiðingarnar verða aukið atvinnuleysi ytra líkt og hér. Þá er ekki endilega gott að vera síðasti starfsmaðurinn inn, því hann verður oft fyrstur látinn fara, tala nú ekki um ef hann er útlendingur.

Höfundur ókunnur, 15.12.2008 kl. 09:13

2 Smámynd: Sigurbjörg

Mikið rétt, þetta kemur við allflesta. Einnig eldra fólk sem hefur verið að minnka við sig því fermetraverð í nýrri húsum með minni íbúðum var töluvert hærra en í gömlum.

Sigurbjörg, 15.12.2008 kl. 09:42

3 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það verður að ná niður húsnæðisverði án þess að helmingur heimilanna landsins fari á hausinn. Besta leiðin til þess er að afnema verðtrygginguna og leyfa verðbólgu að éta húsnæðisverð.

Héðinn Björnsson, 15.12.2008 kl. 10:28

4 Smámynd: Sigurbjörg

Mikið rétt því húsnæðisverð hér á landi er út úr korti. En þegar meira að segja lífeyrissjóðir, sem eru okkar sameign, segja nei, þá er spurning hvort einhver önnur leið sé fær.

Sigurbjörg, 15.12.2008 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband