ólíkar aðferðir

1% stýrivextir og jafnvel lækka meira ... stýrivextir hafa líka lækkað í Bretlandi og á fleiri stöðum.  Allt gert til að draga úr áhrifum kreppu.  Íslendingar, hækka stýrivexti út í eitt ! Hvenær verður næsta hækkun? 


mbl.is Hugsanlegt met í stýrivaxtalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg

mikið rétt, en margir hagfræðingar eru ekki sammála þessari stefnu Seðlabanka Íslands og segja að hún geri illt verra.

Sigurbjörg, 15.12.2008 kl. 08:24

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vaxtastefna Seðlabankans hefur gert illt verra og heldur áfram að gera það! Það segir mér tugþúsunda króna hækkun mánaðarlegra afborgana af lánum, jafnvel þrátt fyrir stöðugar inngreiðslur á höfuðstól. Eignir okkar eru bókstaflega að fuðra upp og atvinnuleysið er auðvitað bara eldsneyti á það bál, en hvergi bólar á slökkviliðinu. Í ljósi þessa neyðarástands er vissulega óskiljanlegt hvers vegna vextir eru ekki lækkaðir á meðan gjaldeyrishöft koma hvort sem er í veg fyrir fjármagnsflótta. Það mætti þá e.t.v. hækka þá aftur (tímabundið) þegar höftunum verður aflétt til að dempa hugsanlegt útflæði sem þá gæti orðið. Að hafa bæði svimandi vexti og gjaldeyrishöft á sama er hinsvegar jafn kjánalegt og að ganga með bæði axlabönd og belti! Svo er alveg spurning hvort svona óraunhæft vaxtastig er ekki alveg jafn otrúverðugt og gengisvísitalan sem undir núverandi kringumstæðum er hreinn skálskapur spunninn upp af ríkisbönkunum þremur.

En hvað veit ég svosem? Allavega að þetta er allt með samþykki frá IMF...

Guðmundur Ásgeirsson, 15.12.2008 kl. 13:07

3 Smámynd: Sigurbjörg

Eftir því sem maður heyrir er þetta að kröfu imf og einhverra hluta vegna fáum við ekki að sjá lánasamninginn við þá. Mjög sérstakt þar sem það erum við sem borgum þetta. En okkur er nátturulega ekki treystandi til að sjá þetta. Við erum "bara" kjósendur sem halda á áfram að ljúga að

Sigurbjörg, 15.12.2008 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband