Voru ekki einu sinni sett lög sem bönnuðu okurlán?

Verðtryggð lán eru í dag ekkert nema okurlán og því sjálfsögð krafa að setja þak á vísitölutryggingu lána.  Óskiljanlegt að verkalýðshreyfingin sjái ekkert athugavert við að halda verðtryggingu til streitu því hún er jú eitthvað það versta sem hinn almenni launamaður þarf að kljást við núna.  Hvernig er það, voru ekki einhvern tíma lög í þessu landi sem bönnuðu okurlán?

Hátekjuskattur var afnuminn og sagður skila til þjóðarbúsins margföldum tekjum í staðinn.  Við sjáum jú í dag hvert sú stefna hefur leitt okkur.  Hún er hluti ástlæðu þess hvernig komið er fyrir okkar þjóðfélagi í dag.  Launamunur hefur jafnt og þétt verið að aukast sem og bilið á milli fátækra og ríkra.  Því þetta hefur auðveldað þeim betur stæðu að verða ríkari. 

Lækkun matarskatts átti að vera hin mesta launauppbót fyrir þá lægst launuðu.  Og hvernig fór með þá vitleysu?  Lækkun var sums staðar á sumum vörum og ekkert var talið hægt að gera því gengið var ekki stöðugt.  Kolvitlaus ákvörðun miðað við tímasetningu. 

Það er ekki á eina bókina lagt hvað þessi ríkisstjórn og fyrrverar hennar hafa gert okkur.

Svo er ein spurning, er þetta ekki "bara" kosningaloforð hjá VG núna? myndu þeir virkilega koma því í gegn að setja þak á hækkun höfuðstóls verðtryggða lána ?

 


mbl.is Vilja þak á verðtryggð lán og frystingu uppboða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband