4.12.2008 | 15:24
Í hverra umboði fór hann þessa bónarleið?
Ég vissi ekki að við værum búin að gefa yfirlýsingu þess efnis að við ætluðum að sækja um, það þarf að ræða bæði kosti og galla, og eftir því sem mér sýnist eru gallarnir fleiri, en kanski er hægt að breyta þeirri skoðun minni, en til þess þarf ALLT að koma uppá yfirborðið! Einhver ástæða er fyrir því að Norðmenn, sem mundu hafa mun meiri atkvæðarétt en við í Evrópusambandinu, vilja ekki ganga þar inn !
Biður ESB að undirbúa aðild Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jón Frímann, líklega ert þú einn af þeim sem lepur upp skoðanir annarra sem segja þér hvað þér á að finnast. Að öðru leyti er athugasemd þín ekki svara verð.
Þýðing: Ekki reyna að segja mér hvaða skoðun ég á að hafa :)
Sigurbjörg, 4.12.2008 kl. 18:54
Þín orð "Vertu þakklát Finnum" . Fyrst þú veist ekki hvað boðháttur er eða kannt ekki að nota hann þá ættirðu kanski að lesa þig til um það :)
Sigurbjörg, 4.12.2008 kl. 19:53
Jón Frímann er krati með Ebé á heilanum, ekki fullveldi landsins né yfirráð okkar yfir sjávarútvegsmálum. Ætti að stinga bókinni Váfugl eftir Hall Hallsson í jólabókakörfuna.
Jón Valur Jensson, 5.12.2008 kl. 05:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.