Bíddu nú við, hvað segir það í raun?

Segir það að við fáum það undirskrifað frá aðildarþjóðum að við höldum okkar auðlindum ?

Fáum við að halda öllum okkar fiskimiðum, jarðhita og vatnsorku, olíuauðlindum ef þær finnast etc.?  Og að það sé ekkert sem er í lögum eða reglugerð ESB sem taki þetta ekki af okkur ef þeim sýnist svo?

Komum við ekki til með að hafa innan við 0,8% atkvæðarétt þannig að hægt er að valta yfir okkur ef þeim sýnist svo?

Þessi umræða um ESB sem varð hvað háværust á sama tíma og það kom í ljós hversu slæm áhrif þetta hefur á mörg aðildarlönd innan sambandsins er ótrúleg.  Að við skulum aldrei læra að taka ekki upp stjórnarhætti og vinnubrögð sem reynast slæm annars staðar væri í sjálfu sér fyndið ef stæðum fyrir utan Ísland og þyrftum ekki að taka afleiðingunum. 


mbl.is Tekið verði tillit til sérhagsmuna Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er bara verið að reyna að ljúga okkur inn í sambandið, það er allavega mitt álit.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.2.2009 kl. 14:29

2 Smámynd: Sigurbjörg

Ég er viss um það líka !

Sigurbjörg, 9.2.2009 kl. 14:52

3 Smámynd: Jens Ruminy

Í fyrsta lagi þá held ég að það sé sannað að það þarf engan utankomandi aðila til að stjórna Ísland illa.

Í öðru lagi, hvernig gæti íslenskra sérhagsmuna gætt?

Ef ég tek dæmi Möltu, þá gæti ég ímyndað mér að Ísland fái óvenju stóran framleiðslukvóta fyrir mjólk og lambakjöt, kannski einnig nautakjöt, en á móti þurfti að opna fyrir innflutning á slíkum vörum. Væri það ekki fínt, þá gætum við neytendur valið hvort okkur líkur betur við íslenskt smjör, nýsjálenskt lambakjöt eða belgískt nautakjöt. Nú, ef þér finnst íslenskt bara best, þá bara kaupir þú íslenskt.

Hvað varðar fiskimiðin þá er ég hræddur um að öll ESB-lönd vera að fá aðgang. Til að halda á veiðistjórn í einhverri mynd þurfti væntanlega að taka einkakvótann og færa hann yfir til ríkisins (er það ekki einmitt það sem margir eru að krefja þessa daga) og svo væri ríkið skýlt til þess að bjóða hann út til hæstbjóðanda, alla vega frá öllum löndum sem hingað til hafa veiðireynslu á því svæði sem í dag heitir íslensk lögsaga en mun afmarkað af lengdar- og breiddargráðum. Niðurstaðan væri kannski sú: allir mega ef þeir hafa veiðireynslu en engin hefur í raun veiðireynslu þannig að fæstir kæmust að.

En svo er annað: Ég fylgst ekki grannt með fiskimörkuðum en mér skilst að í dag selst sá fiskur bestur sem er nýveiddur, settur á ís og sendur í flug á markaði í Evrópu. Ef jafnvel Akureyringum finnst þeir vera verr settir af því að þeirra fiskur þarf fyrst að koma landleiðina til Keflavíkur áður enn hann fer í flug, hversu erfitt og óhagstætt getur þá verið fyrir utan aðkomandi togara að landa verðmætan fisk. Þurfti hann ekki samt að koma í land á Íslandi ef hann er veiddur nærri land?

Svo í endanum má ekki gleyma: ESB er samstarfsvettvangur þar sem allir geta grætt eitthvað en þurfa kannski gefa eftir annars staðar, þannig að öllum saman gengur betur. Einhversstaðar hlýtur Ísland að geta gefið eftir.

Ef Íslendingar vilja í raun og veru bara undanþágur OG verndun í formi sterkrar myntar OG þátttöku á alls konar samstarfsvíðum OG aðgang að mörkuðum fyrir eigin afurði án þess að leyfa samkeppni í reynd, þá á þjóðin langt í land að geta teljast jafningi í alþjóðasamskiptum.Þáá Island ekki erindi til ESB að sækja en þá verður Ísland að standa þessa kreppu af aleitt.

Jens Ruminy, 9.2.2009 kl. 15:48

4 Smámynd: Sigurbjörg

Kanski Ísland standi þessa kreppu af sér aleitt...

Sigurbjörg, 9.2.2009 kl. 18:00

5 identicon

Jens, þetta er afleit ræða hjá þér. þú ert stjórnmálafræðingur, leyfðu mér að spyrja, fá allir hagfræðingar og stjórmálafræðingar "styrki" frá ESB, eða bara sumir?

Þór (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 19:22

6 Smámynd: Jens Ruminy

 @ Þor,

 ég veit ekki til þess að fræðingar fái styrk frá ESB, alla vega ekki ég. Og þó: HÍ fékk að taka þátt í Erasmus-skiptinemaáætlun. Þess vegna kynntist ég konu minni í raun og bý nú hér á Íslandi.

 Þar er víst margt sem má gangrýna við ESB, en hvar væri Evrópa stödd án þess? Ég bara spýr: af hverju vildu Bretar ganga úr EFTA í EB í lok sjöunda áratugarins þó að Frakkar höfðu tafið mál þeirra um hátt á annað ár? Þeir hafa alltaf verið mjög ganrýnir á EB og svo ESB en samt hefur ekki hvarlað að neinni ríkisstjórn þar á bæ að segja sig úr. Það var líka blákalt hagsmunamat.

Eða taktu Norðmenn sem hafa samþykkt að Norðursjó að 60°N minnir mig tilheyrir ESB-sjónum. Þar mega allir ESB-lönd veiða. Af hverju: það hlýtur að vera hagur Norðmanna að leyfa því og fá eitthvað á móti, t.d. tollalausan innflutningskvóta fyrir lax (sem skerðir gróðurmöguleika Íra og Skota sem ESB-aðila) þó að þeir væru með alla olíuna.Menn gefa einhverju eftir og fá eitthvað annað í staðinn. En það er einfaldlega ekki rétt að ESB er rísastórt skrimsli sem gleypir öllum og sjúgi svo síðasta blóðdroðið úr þeim. 
Ef menn vilja ákveða hvert einasta málefni "heima í héraði", gjöriðið svo vel og gerið eins og Svisslendingar, segið þið ykkur úr EEA (til að losa við samningsbundnum fyrirskipunum frá Brussel) og semjið. En þetta stanslaust suð um að það sé "verið að reyna að ljúga okkur inn í sambandið" er órökstutt vitleysa.

Jens Ruminy, 9.2.2009 kl. 23:07

7 identicon

Ok, viltu þá koma með smá yfirsýn (frá þínu sjónarhorni) yfir hvað Ísland græðir á ESB, annað en evruna, styrki og stöðuga vexti sem að er þess vert að missa allt vald yfir fiskinum, vatninu ( sem er alltaf að verða miklu mikilvægara og verðmætara með hverju árinu), orkunni, landbúnaði, olíu, landhelginni o.m.f.l.

Þór (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 00:11

8 Smámynd: Sigurbjörg

Jens, það er ekki hægt að fullyrða um að vextir verði svo mikið lægri hér við inngöngu í ESB.  Samkvæmt þeirra reglum eigum við ekki séns á að komast þar inn næstu árin hvort sem er.  Við þurfum að vera með lægri verðbólgu í nokkur ár ef fara á að reglum þeirra.  Svo ef þeir vilja beygja reglurnar þá er einhver ástæða fyrir því, önnur en gæska í garð okkar Íslendinga.  það sáum við best á þvingunaraðgerðum Breta og Frakka sérstaklega en einnig Þjóðverja í sambandi við lán frá IMF.  Og gegn þessum aðilum eigum við að geta mætt með okkar hagsmuni.  0,8% atkvæðaréttur á móti þeirra.  Þvílíkur barnaskapur að halda fram að þeir komi til með að hugsa um okkar hag. 

Er okkar hag borgið með 10-12% atvinnuleysi?  Er okkar hag borgið með því að stjórn ESB getur stöðvað td samgöngu framkvæmdir eða virkjunarframkvæmdir hér á landi ef þeim sýnist svo?  Því það er það sem ESB hefur gert td á Spáni.  Og vher er kominn til með að segja að lækkun tolla skili sér út í verðlagið hér?  Við sáum það best hvað gerðist með lækkun virðisaukaskatts á matvöru.  Það skilar sér ekki.  Jú reyndar það skilar sér sem hækkun álagningar hjá heildsölum og verslunum.
Svo fáum við ekki að taka upp Evru einn tveir og þrír, það er búið að gefa það út.  Það besta og eina sem hægt er að gera er að eionbeita sér að því að vinna okkur út úr þessum vanda ÁN þess að henda fram einhverjum töfralausnum á borð við ESB sem eru engar töfralausnir í reynd!

Sigurbjörg, 10.2.2009 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband