Hvað verður um þær?

Hvað verður síðan um þessar íbúðir ? Eru þær seldar hæstbjóðanda eða er fólki gert kleift að búa áfram í þeim með því að leigja þær ? Annars hélt ég hefði séð að innheimtuaðgerðir ættu ekki að vera harðar eftir fall krónunnar, kanski eru þessar íbúðir frá því áður en bankahrunið og verðbólguskotið hressilega varð ...
mbl.is Lán keypt með afslætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fréttahaukur

Innheimtuaðferðir hafa síður en svo orðið vægari eftir bankahrunið.  Fólk sem er svo lánsamt að vera með lán hjá Íbúðalánasjóði og var það skynsamt að hlaupa ekki frá Íbúðalánasjóði til bankanna (sem var það heimskulegasta sem fólk gat gert í fjármálum) er reyndar í mjög góðri stöðu hvað varðar íbúðalánin.

En almenningur er bara með fleiri lán en íbúðalán.  Stjórnvöld þessa lands virðast bara ekki átta sig á því.   Hert hefur verið að fólki varðandi greiðslukort, yfirdrætti, bílalán, almenn lán og að ég tali nú ekki um ábyrgðir á skuldum annarra.

Úrræði eru ekki mörg og þegar bankar og fjármálastofnanir aðrar herða ólina að hálsi skuldara þá verða húsnæðisskuldirnar líka að vandamáli.

Mér þætti gaman að heyra á mannamáli útskýringar frá Ingibjörgu Sólrúnu og fleirum afhverju ekki má afnema verðtryggingu á lánum í Íslenskum krónum en að verðtrygging hverfi eins og dögg fyrir sólu ef við værum búin að taka upp Evru.

Hefur kannski gleymst að segja okkur að í stað þess að íbúðalán séu verðtryggð með 4-7% vöxtum þá verði þau með uþb. 15% vöxtum

Og að almenn verðtryggð lán verði í stað þess að vera með 10-15% vöxtum ofan á verðtryggingu, með 20-30% vöxtum þegar við verðum komin með aðra mynt.

Málið er að lánveitendur þurfa að fá lánin sín endurgreidd með vaxtatekjum en eru ekki tilbúnir í það að greiða með lánum.  Það er nefnilega mikil verðbólga í gangi hér og líka hjá fjölmörgum öðrum þjóðum.

Fréttahaukur, 15.1.2009 kl. 10:53

2 Smámynd: Sigurbjörg

Reyndar er eitt í sambandi við bankalánin, ég er ein af þeim sem skuldbreytti því vextirnir voru lægri hjá bönkunum en Íbúðalánasjóði.  Eins var mun hagstæðara að vera með 1 lán í stað 3ja fannst mér.  Verð að segja að mér finnst það enn, því það eru í reynd sömu kjör hjá þeim sem tóku íbúðalán hjá bönkum og hjá Íbúðalánasjóði. 

Reyndar er synd og skömm að ekkert á að gera í sambandi við verðtryggingu lána sem er það langversta sem hefur verið gert fólki.  Þetta var mun skárra meðan launin voru verðtryggð en það virðast td ekki lífeyrissjóðirnir skilja, né stjórnvöld.

Ef BARA væri gert eitthvað í sambandi við íbúðalán myndi það laga ástandið hjá fólki.  Fólk gæti frekar staðið í skilum með önnur lán.  En jú mikil ósköp, íslenskir lánardrottnar verða að fá margfalt hærri vexti en erlendir lánardrottnar.  Ávöxtunarkrafa íslenskra fjárfesta  hefur farið langt út fyrir velsæmandi mörk og er langt umfram það sem viðgengst í öðrum löndum.

Sigurbjörg, 15.1.2009 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband