Það er ekkert svo auðvelt!

Of margir sem eru félagsmenn í VR eru óánægðir með framgöngu Gunnars Páls formanns VR í að afskrifa skuldir.  Það er meginástæða óánægjunnar. Siðferðislega er fólki misboðið og þess vegna heyrast raddir um allt þjóðfélagið að hann eigi að segja af sér.  Eins sú staðreynd að hann er á ofurlaunum meðan taxtar VR manna eru ekkert til að hrópa húrra yfir.  Hafa launin fyrir formannsstarfið eitthvað breyst ?

Eins er ekkert svo auðvelt að koma með mótframboð því í 20.greininni segir:

1. Til að tryggja stöðugleika í stjórn félagsins skal Nýársfundur, sameiginlegur fundur trúnaðarráðs og trúnaðarmanna á vinnustöðum, gera tillögu um skipun í öll embætti sem í kjöri eru hverju sinni með eftirfarandi hætti:

a. Kjörstjórn skal auglýsa eftir framboðum í dagblöðum og á vefsíðu félagsins. Framboðsfrestur skal vera að minnsta kosti tvær vikur og renna út eigi síðar en tveimur vikum fyrir Nýársfund. Framboðum skal skila á skrifstofu félagsins og skulu fylgja þeim upplýsingar um nafn og kennitölu. Skrifleg meðmæli 10 félagsmanna þarf vegna framboðs til setu í stjórn. Fyrir þá sem eru að bjóða sig fram eða endurnýja framboð sitt til setu í trúnaðarráði nægir rafrænt samþykki. 

b. Fimm manna uppstillinganefnd, skipuð formanni og fjórum kosnum af trúnaðarráði og tveimur til vara, annast undirbúning Nýársfundar. Formaður félagsins skal kalla nefndina saman í fyrsta sinn eftir að hún hefur verið kosin og skiptir hún með sér verkum á fyrsta fundi. Nefndin skal gera tillögur um 4 stjórnarmenn og trúnaðarráð til framboðs í listakosningu og leggja þær fyrir Nýársfund til samþykktar. Í tillögu sinni um stjórnarsætin fjögur ber uppstillinganefnd að stilla upp fráfarandi stjórnarmönnum, ef þeir gefa kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Ef fleiri fráfarandi stjórnarmenn bjóða sig fram en sem nemur þeim fjölda sæta sem í boði eru skal nefndin gera tillögu um þá sem hafa setið styst samfellt í stjórn. Einnig skal nefndin taka tillit til jafnréttissjónarmiða við tillögu að skipun í stjórn. Komi fram tillögur á Nýársfundinum um frambjóðendur í stað þeirra sem eru tilnefndir á lista uppstillingarnefndar skal fara fram atkvæðagreiðsla á fundinum. Frambjóðendur skulu koma úr hópi þeirra sem tilkynntu framboð sitt í samræmi við auglýstan framboðsfrest kjörstjórnar.

c. Jafnframt skal á Nýársfundinum velja fulltrúa til að fylla þau sæti sem boðin eru fram í einstaklingskosningu, þ.e. þrjá aðalmenn í stjórn og þrjá til vara auk formanns annað hvert ár, úr hópi þeirra sem boðið hafa sig fram. Ef ekki berast nægilega mörg framboð eða ekki nógu margir hæfir einstaklingar bjóða sig fram að mati uppstillingarnefndar, hefur nefndin heimild til að bæta við nöfnum fyrir fundinn.

d. Atkvæðisrétt á Nýársfundinum hafa allir trúnaðarráðsmenn og trúnaðarmenn á vinnustöðum. Til að kosning á fundinum teljist lögleg þurfa a.m.k. 40% fulltrúa vera mættir á fund þegar atkvæðagreiðsla fer fram. Náist sú þátttaka ekki skal fara fram póstatkvæðagreiðsla meðal trúnaðarráðs og trúnaðarmanna. Meirihluti atkvæða í póstatkvæðagreiðslu ræður úrslitum.

2. Nái frambjóðandi til stjórnar ekki kosningu á Nýársfundi getur hann farið fram á allsherjaratkvæðagreiðslu um framboð sitt með því að afla 40 meðmælenda til viðbótar sem dreifast nokkuð jafnt frá a.m.k. 5 mismunandi vinnustöðum. Meðmæli þurfa að vera skrifleg sbr. lið 1a. Skila þarf inn meðmælendum eigi síðar en tveimur vikum eftir Nýársfund.

3. Framboðsfrestur fyrir listaframboð gegn samþykktum lista trúnaðarráðs og trúnaðarmanna fjögurra stjórnarmanna og trúnaðarráðs skal auglýstur innan tveggja vikna frá Nýársfundi og vera a.m.k. tvær vikur. Skriflegt samþykki allra þeirra sem í kjöri eru skal liggja fyrir þegar listi er fram borinn. Til þess að listi sem borinn er fram gegn lista trúnaðarráðs sé löglega fram borinn þarf skrifleg meðmæli 300 félagsmanna sbr. lið 1a.

Hefur hinn almenni félagsmaður eitthvað um þetta að segja?

 


mbl.is Stjórn VR langþreytt á rangfærslum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Guðbjartsson

Þetta er ekki einfalt ég er búin að fara á fund og fá nokkra tölvupósta og lýsi því nokkuð vel á blogginu hjá mér.

Ágúst Guðbjartsson, 4.1.2009 kl. 20:37

2 Smámynd: Sigurbjörg

Einmitt, því samkv.20.greininni ræður núverandi stjórn og núverandi formaður öllu.  Síðan trúnaðarmannaráð þessa 82 aðila.  Við hin af þessum 28.000 einstaklingum höfum EKKERT um þetta að segja samkv.þessu.  Því miður.

En eitt sem við getum gert er að hjálpa til með mótframboð.  Hvet alla VR aðila að skrifa undir um leið og kemur hvar það er hægt.  Þessi stjórn er þreytt eins og hún sagði í yfirlýsingunni. 

Sigurbjörg, 4.1.2009 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband