Eru að verða tilhneigingar í einræðisátt ?

Mér hefur alltaf þótt Davíð Oddsson og Ingibjörg Sólrún leiðinlega lík og að hóta ef hún fær ekki sínu framgengt er alveg í anda Davíðs.  Einræðisstíllinn algjör.  Annars minna þau mig á lítinn krakka sem fer í fýlu þegar hún/hún fær ekki sínu framgengt.

Hvernig er þetta með Ingibjörgu, ætlar hún og samfylkingin að ákveða fyrir hönd landsmanna að ganga í Evrópusambandið?  Bara að sækja um án þess að kjósa um það fyrst?

Er kanski ætlunin að sækja um til að "róa" fólkið?

Hvernig væri að koma heiðarlega fram og kynna okkur ALLA kosti og ALLA galla og taka ekki af okkur þann lýðræðislega rétt að fá að kjósa um aðild.

Fáránlegt að sækja um aðild nema vera viss um að það sé það sem þjóðin vill.


mbl.is Ríkisstjórnin verður að svara kalli um breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband