5.7.2009 | 15:54
Bíddu nú við Steingrímur,
Hver var það sem vildi í mál á sínum tíma og neitaði því að skrifað yrði undir skuldirnar og að almenningur yrði látinn borga? Ertu búinn að gleyma því hvað þú sagðir? Hvað með orð þín um að láta á þetta reyna fyrir dómstólum?
Hversu margir kusu þig því vegna orða þinna þá og að sem virtist vera staðfesta þín?
Væri ekki gott að sjá stjórnmálamenn einu sinni efna það sem þeir lofa eins og að standa vörð um hagsmuni heimilanna í landinu og þar með talið heimili ellilífeyrisþega og öryrkja ?
En hvernig er það, það voru sett neyðarlög um bankana á síðasta ári, hvernig væri að setja neyðarlög varðandi hagnað þeirra og eignir sem þeir mynduðu með því að stefna Íslandi í gjaldþrot?(sem reyndar má deila um hvort sé hagnaður eða þjófnaður)
Ósvífin og ódýr afgreiðsla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú ert að rugla þeim saman, það var stjórnarandstæðingurinn Steingrímur sem fólk kaus, held að mjög fáir séu eitthvað fyrir stjórnarþingmanninn Steingrím.
Jóhannes H. Laxdal, 6.7.2009 kl. 01:58
Það er eins og Steingrímur hafi gengið yfir í SamFó. Trúarsamtök um ElítU hina miklu.
Júlíus Björnsson, 6.7.2009 kl. 05:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.