Toyota tákn um gamla tíma og stöðnun ?

Hér fyrr á öldum máttu vinnumenn og vinnukonur ekki hafa sjálfstæða skoðun og alls ekki tala gegn húsbændum sínum. En við lifum á 21.öldinni og það hefur verið skráð málfrelsi í stjórnarskrána um langan tíma. Þetta er því miður ekki eina dæmið, en ég held að tími sé kominn til að sagt sé frá svona málum til að hægt sé að forðast að versla við þessi fyrirtæki.  

Skortur á skynsemi hjá Toyotamönnum því þetta hefði spurst út hvort sem er, bara ekki svona hratt.

Oft heyrist að slæm auglýsing sé betri en engin auglýsing, en í þessu tilfelli er það pottþétt ekki rétt.  Það góða orð sem Toyota umboðið hefur haft er búið að vera með þessum gerðum núverandi forstjóra.


mbl.is Bloggari rekinn fyrir skrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála ,þetta var en verður ekki .

Aldrei Toyota.

Kristín (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband