4.2.2009 | 15:09
Hvers vegna ekki að sleppa þeim ?
Gott mál að lækka fjárframlög til stjórnmálaflokka. Reyndar fáránlegt að lækka þau ekki meira. Hvernig væri að jafnskipta niður á flokkana ? Það ætti að banna þessi fjárframlög og eins auglýsingar. Hægt er að hafa umræðuþætti og framsöguþætti í útvarpi og sjónvarpi. Eins mætti hugsa sér að hver frambjóðandi/flokkur fengi eina opnu í dagblaði vikulega til kosninga til að kynna stefnu sína. Þetta ætti að vera nóg og þá yrði ekki þessi umræða um að oeningavaldið næði fólki á þing.Nei, þetta mega stærri flokkar og peningafólkið ekki heyra ! Þeir vilja ekki jafnræði !
Ég mæli með því að sleppa fjárframlögum til stjórnmálaflokka og í stað þess setja þá í heilbrigðiskerfið. Þar væri þeim mun betur borgið!
Vill lækka fjárframlög til stjórnmálaflokka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.