Báðir kenna hinum um

en sökin er beggja, það vita allir. Mér finnst Geir og Sjálfstæðisflokkurinn ekki sýna góða dómgreind með því að neita að taka þátt í þjóðstjórn nema að þeir veiti henni forystu. Þeir voru vissulega stærstir í síðustu kosningu, en voru með heilmikið tap frá fyrri kosningum. Miðað við það ættu þeir aldrei að hafa verið í forystu, en valdagræðgin er of mikil. Því miður verður trúlega ekki þjóðstjórn því Sjálfstæðisflokki þóknast það ekki, slæm ákvörðun á þessum tíma.
Ein góð ákvörðun hjá Geir, að hætta í stjórnmálum. Hann virðist vita hvenær hans tími er liðinn, ólíkt Davíð.
Eitt er það sem verður að gæta að í næstu starfstjórn og það er að einkahagsmunir stangist ekki á við starfssvið, ekki að láta kvótaeiganda koma nálægt sjávarútvegi etc. Það hefur verið of mikið af því í síðustu ríkisstjórnum.


mbl.is „Samfylkingin bugaðist"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband