22.1.2009 | 14:47
Veðrið breytir ekki skoðun þjóðarinnar.
Og þó færri mæti í dag þá verðum við fleiri á morgun og um helgina. Það er skýr krafa í þjóðfélaginu um breytingar. Ríkisstjórnin hefur haft meira en 3 mánuði en ekki skipt út í Seðlabanka, Fjármálaeftirlitinu né um mannskap í hópi ráðherra. Ríkisstjórnin hefur ekki tekið rétt á spillingunni. Þeir hafa ekki ráðið óháða rannsóknarmenn til að rannsaka bankahrunið. Einu gjörsamlega óháðu mennirnir hljóta að þurfa að koma erlendis frá.
Við værum ekki á þessum tímamótum ef svo hefði verið gert.
Ég hvet ofbeldisseggina til að halda sig heima svo þeir slasi ekki fleiri !
Fjölgar í hópi mótmælenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.