Þetta veit ríkisstjórnin

en samt eru þeir með þennan mikla niðurskurð í heilbrigðiskerfinu.  Bæði er orðið mjög dýrt að fara til sérfræðings, viðtal um 9.000.- kr. hvað þá ef fólk þarf að fara nokkrum sinnum.  Nú lyf hafa hækkað ótæpilega, sum meira en 100% .  Að sjálfsögðu eru til í sumum tilfellum ódýrari samheitalyf. En þau henta ekki öllum, oftast vegna aukaverkana.  Fyrir fólk sem á ekki fyrir mat á varla fyrir lækniskostnaði og lyfjum.  Lyf hækka orðið 1x í mánuði eftir sögn lyfsala.  Ríkisstjórnin hefði átt að hugsa sig betur um áður en þeir skáru svona niður til til heilbrigðismála. 

Nú spretta upp landaverksmiðjur og lögreglan lokar sumum.  En það breytir ekki því að áfengi verður bruggað í margfalt meira mæli en áður í heimahúsum.  Smygl margfaldast einnig.  Ofneysla áfengis verður algengari svo og fíkniefnaneysla.  Þetta eykur einnig mjög á geðræn vandamál.  Þetta vita stjórnvöld líka. 

Og svo eru þeir búnir að þráast við að segja af sér án þess þó að gera neitt af viti.


mbl.is Kreppan gæti haft slæm áhrif á heilsuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hvað með niðurskurð í Fjármálakerfinu? Verðbréfahöll, Seðlabanka, eignarhaldsfélögum,...

Eins og það borgar sig að viðhalda vélum. Er það þá ekki arðbært að gera við mannauð þjóðarinnar? Eða getur hann bara farið. Stétt með stétt.  Getur einkavæðing heilbrigðiskerfisins ekki verið allfarið á kostnað fjárfesta og sér hæft sig í erlendum millum í samkeppni við alþjóðlegar sjúkrastofnanir sem starfa á sömu forsemdum.  Skattlagning gæti svo nýst við að greiða byggja upp hið íslenska heilbriðkerfi sem forfeður okkar gáfu okkur.

Júlíus Björnsson, 19.1.2009 kl. 23:16

2 Smámynd: Offari

Kreppan hefu slæm áhrif á heilsuna fyrir kreppu var ég fullfrískur kapitalismi. En eftir kreppu er ég víst bara öfundsjúkur kommi.

Offari, 20.1.2009 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband