19.1.2009 | 18:58
Á meðan fyrrverandi útrásarmennirnir
verja gjörðir sínar og þann auð sem þeir náðu frá íslensku þjóðinni verður fólk hér á landi æ fátækara. Atvinnuleysi eykst dag frá degi og peningar duga ekki fyrir nauðþurftum. Matarúthlutun hefst að nýju næsta miðvikudag hjá Fjölskylduhjálpinni og á ég von á því að þeir sem eru aflögufærir hjálpi til, bæði fyrirtæki og einstaklingar.
Þessir útrásarmenn ættu að skammast sín og skila til baka því sem þeir tóku frá þjóðinni. Meðan þeir lifa í vellystingum og hlæja að hversu auðvelt var að auðgast svon a gríðarlega sveltur hluti þjóðarinnar.
Skömm sé ykkur útrásarvíkingar.
Skammist þið ykkar ríkisisstjórn núverandi og fyrrverandi sem voru þeim til aðstoðar við útrásina.
Skammist þið ykkar Seðlabankastjóri og Seðlabankastjórn, þið gerðuð ykkar til að hjálpa þeim.
Skammist þið ykkar fjármálaeftirlit, þið löggðuð blessun ykkar yfir þetta.
Ykkar allra verður minnst sem lítilmenna í Íslandssögunni.
Matarúthlutun hefst að nýju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Auðkúlu 19. jan.
Komdu sæl Sigurbjörg Óskarsd.
Takk f. flottan pistil / aths. Þetta er rétt hjá þér; lítilmennin eiga að skammast sín.
Valdemar Ásgeirsson, Auðkúlu, LÍF OG LAND.
Valdemar Ásgeirsson. (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 19:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.