17.1.2009 | 19:18
Nógu mikil skömm og siðleysi
er að hafa tekið við þessu starfi í byrjun að mínu mati. Síðan að segja ekki af sér þegar upp kemst um hún hafi aldrei greitt fyrir hlutabréfakaupin og þau því gengið til baka eftir gjaldþrot bankans, að hafa ekki tekið þá ákvörðun nú þegarað hætta sem bankastýra. En að sækja um aftur væri alveg ótrúleg afstaða. Er ekki hún svo og bankastjórn Glitnis búin að gefa okkur nógu langt nef með að ráða hana til skamms tíma ?
Það væri svo sem eftir öllu að manneskja sem hirðir ekki um að athuga hreyfingar og innistæður á bankareikningi fyrirtækis síns ... eða var það ekki hennar "afsökun" fyrir að borga ekki... sé endurráðin bankastýra. Þvílík hneisa sem það yrði. Og hvílík vanvirðing við þann hluta íslensku þjóðarinnar sem á innistæður í bankanum.
Hvernig á manneskja sem er vanhæf í smá fyrirtækjarekstri að vera hæf til að stýra heilum banka ?
Nú þekki ég ekki til hennar fyrirtækis, en samkvæmt lýsingum var það hennar að sjá um greiðslur og fjármál, var þetta kanski bara svona fyrirtæki sem var stofnað utan um hlutabréfakaupin? Svona fyrirtæki sem mikið er verið að setja út á í dag ?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.