Er kvótinn sameign Íslendinga ?

Eða eignast erlendir aðilar hann?  Nokkrir ráðamenn þjóða sem eru í Esb svo og stækkunarstjóri Esb vilja gera allt til að greiða götu Íslendinga til að ganga sem allra allra fyrst í Evrópusambandið. 

Nú þegar eiga útlendingar veð í íslenskum fiskveiðkvóta skv. heimildum stöðvar 2 sbr eftirfarandi sem birtist í Vísi:

"Heimildir Stöðvar tvö herma að það hafi verið í júlímánuði í sumar, rúmum mánuði fyrir þrot Glitnis, sem ráðamenn bankans bjuggu til svokallaðan skuldabréfavafning upp á eitthundrað milljarða króna. Fluttu þeir veð margra viðskiptavina sinna í því skyni yfir á félag sem heitir Haf Funding og var það lagt sem trygging gegn erlendu láni. Í þessum hópi voru að minnsta kosti þrjú stór sjávarútvegsfyrirtæki, HB Grandi, Þorbjörn og Brim, og hafa forstjórar þeirra, þeir Eggert Guðmundsson hjá Granda, Guðmundur Krirstjánsson hjá Brimi, og Eiríkur Tómasson hjá Þorbirni, staðfest við Stöð 2 að svo hafi verið. Æðstu ráðamenn Glitnis á þeim tíma, þeir Lárus Welding og Þorsteinn Már Baldvinsson, virðast báðir hafa lagt að forstjórum viðkomandi fyrirtæki að þetta væri nauðsynleg aðgerð til að tryggja rekstur bankans og engin áhætta fælist í þessu. Eiríkur Tómasson, forstjóri Þorbjarnar hf. í Grindavík segist hafa haft illan bifur á þessu en látið til leiðast þegar skrifleg trygging var fengin fyrir því að veð í kvóta myndi ekki færast til útlendinga. Það hafi ekki staðist því nú fái fyrirtækið rukkanir frá Deutsche bank."

Þetta er það sem komið ER uppá yfirborðið.  Eru mörg önnur fiskikvótaveð í erlendri eigu?

Í íslenskum lögum segir að ef erlendur aðili eignist fiskveiðikvóta með yfirtöku veðs, beri honum að selja hann innan eins árs og hann má ekki veiða hér.  Ætli þetta standist Evrópusambandslögin?

Verða þessar stóru þjóðir ekki til að kúga okkur þannig að þeir eignist alveg þennan kvóta eins og allt endir til að þeir hafi gert v.bankahrunsins ? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband