Embætti sem er treystandi

Gott mál að Ríkisskattstjóri sé með þessa athugun. Ef einhver finnur út úr eignarhaldsslóðunum er það þetta embætti sem getur það. Það verður án efa erfitt þar sem sum af eignarhaldsfélögunum eru í "lokaðri skattaparadís" en eflaust geta þeir fengið upplýsingar um meira gegnum millifærslur sem átt hafa sér stað í gegnum gömlu bankana. Þeir geta hafa þá upplýsingar um hvert peningingarnir hafa verið sendir og þeir sem í hlut eiga hljóta að svarfa fyrir það, eða hvað? Alla vega verður hægt að rekja margt og upplýsa hverjir eru eignaraðilar að síðasta rekjanlega félagi. Ansi tortryggilegt ef þeir aðilar neita að gefa upplýsingar og finnst mér að það eigi að greina frá því opinberlega ef svo er.
Mikið var ég fegin að heyra að það er þetta embætti en ekki eitthvað annað sem rannsakar þetta !
mbl.is Rekja eigendaflækjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ég er sammála því að þetta virðist eina eftirlitið á Íslandi sem almenningur treystir enn

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband