5.1.2009 | 09:15
Sjálfsfriðþæging eða marktæk orð?
Bjarni Ármannsson segir í grein sem hann skrifar í Fréttablaðið í dag að hann sé einn af þeim sem ber ábyrgð á hruninu, kallar það reindar ranga ákvarðanatöku í uppbyggingu kerfis sem ekki stóðst. Síðan notar hann krónuna sem eina af ástæðunum þess að svo fór sem fór. Orðrétt segir Bjarni:
Ég tel að allir þeir semstýrðu fjármálakerfi okkar Íslendinga beri sína ábyrgð og að þeim beri að meta með ábyrgum hætti hvernig þeir axli hana. Þar undanskil ég ekki sjálfan mig og á jafnt við trú mína á krónuna, uppbyggingu launakerfis sem fór úr böndunum og hjarðhegðun sem leiddi til útlánaþenslu."
Hvað hann gerir í málunum verður forvitnilegt að sjá. Kemur hann aftur með þá peninga sem hann fékk greidda í formi bónusa og kaupauka fyrir rangar ákvarðanir aftur inn í þjóðfélagið eða eru þetta bara orðin tóm ?
Er þetta bara sjálfsfriðþæging? Það á eftir að koma í ljós.
Ég tel að allir þeir semstýrðu fjármálakerfi okkar Íslendinga beri sína ábyrgð og að þeim beri að meta með ábyrgum hætti hvernig þeir axli hana. Þar undanskil ég ekki sjálfan mig og á jafnt við trú mína á krónuna, uppbyggingu launakerfis sem fór úr böndunum og hjarðhegðun sem leiddi til útlánaþenslu."
Hvað hann gerir í málunum verður forvitnilegt að sjá. Kemur hann aftur með þá peninga sem hann fékk greidda í formi bónusa og kaupauka fyrir rangar ákvarðanir aftur inn í þjóðfélagið eða eru þetta bara orðin tóm ?
Er þetta bara sjálfsfriðþæging? Það á eftir að koma í ljós.
Bjarni Ármannsson: Ég get verið sjálfum mér reiður" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.