Sjálfsagt mál

Það eina rétta er að fulltrúar launþega sitji í stjórn lífeyrissjóða.  Það erum við launþegar sem eigum hagsmuna að gæta þarna.  Fyrirtækin stóru hafa verið dugleg við að láta lífeyrissjóðina taka þátt í atvinnulífinu með hlutabréfakaupum.  Við sjáum góð dæmi þess með td Baugi gamla og bönkunum.  Það ætti að vera sjóðsfélaga sjálfra að ráða því hvar fjárfest er, og myndi reynast betra fyrir fulltrúa þeirra að fá óhlutdrægar upplýsingar frá óháðum ótengdum aðilum.

Eitt sem verður að koma í veg fyrir einnig, er að sömu menn og sitja í stjórn lífeyris- og verkalýðsfélaga sitji í stjórn fyrirtækja sem þeir fjárfesta í.   Við viljum ekki fleiri Gunnari Páli, aldrei aftur.  Hjá mörgum hef ég heyrt að komið sé nýtt skammaryrði.  Það er: Þessi er nú algjör Gunnar Páll.  En það er notað yfir þá sem valta yfir aðra.  Sel þetta ekki dýrara en ég keypti það ....

 

 


mbl.is Vilja atvinnurekendur úr stjórnum lífeyrissjóða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband