Þeir kunna þetta norsararnir !

Stýrivextir lækka hjá Norðmönnum til að örva hagvöxt þar. Ísland eina landið þar sem stýrivextir hækka. Og hverjir ætli hafi svo rétt fyrir sér? Seðlabankanum er vorkunn, þetta hljóta að vera kröfur alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Samspilið á milli alþjóðagjaldeyrissjóðsins annars vegar svo og evrópusambandsins hins vegar í sambandi við lánaúthlutunina er dálítið mikið ankannanleg. Er þetta líka samstarf til að þvinga okkur í evrópusambandið svona rétt áður en það lognast útaf?

Við förum fljótlega endanlega á hausinn, hækkun stýrivaxta þýðir einfaldlega verri fjárhagsgrundvöll fyrirtækja, þau fara í þrot hvert af öðru og hvað þá? Sama á við einstaklingana.

Ef fyrirtæki eru starfhæf þá borga þau fólki laun, sem aftur á móti eyðir laununum sínum (nema bankinn og húsbæðisstjórn hirði allt), meira fjárstreymi verður í þjóðfélaginu og hagvöxtur eykst. Reyndar dálítið mikil einföldun, ... en samt ...


mbl.is Norskir stýrivextir lækkaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband