16.12.2008 | 19:23
Hæst glymur í tómri tunnu segir máltækið
Eins mikið og Vilhjálmur Egilsson er búinn að beita SA fyrir því að ganga fyrr en seinna í Evrópusambandið þá þarf hann að taka það aftur eftir þessa könnun.
Manni kemur ekki á óvart að í hópi SA er það er SVÞ (samtök verslunar og þjónustu) sem er hlynntust Evrópusambandinu. Ég hef kanski ekki mikið álit á kaup- og veitingamönnum eftir að virðisaukaskatturinn var lækkaður en ég kemst ekki hjá því að láta hugann reikna og hugsa útí hvort þeim sé efst í huga niðurfelling á alls konar tollum sem þeir geta notað til að hækka álagningu sína sem er reyndar í mjög mörgum ef ekki flestum tilfellum út úr korti.
Kanski hefði verið meiri hluti fyrir því að taka upp einhliða annan gjaldmiðil, td. everu, usa dollar eða einhvern annann. Þeir hefðu kanski átt að skella þeirri spurning með líka.
En mönnum ber víst ekki saman um hvort það sé hægt ....
SA beita sér ekki fyrir aðild Íslands að ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.