Jón eða séra Jón?

Eru þeir sem grunaðir eru um afbrot ekki látnir sæta gæsluvarðhaldi?  Er maðurinn kanski ekki grunaður um þessi afbrot lengur?  Ef þetta var frumhlaup hjá efnahagsbrotadeild lögreglunnar því ekki að skýra frá því?  Var þetta bara æsifréttablaðamennska hjá öllum dagblöðum í dag?  Eða hefur þetta eitthvað með að gera að vera af réttum ættum og í réttum flokki?

Úr fréttum Vísis (Morgunblaðið var ekki með þessa frétt lengur inni...)

Héraðsdómur hafnaði kröfu Ríkislögreglustjóra um gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Friðjóni Þórðarsyni forstöðumanni hjá verðbréfamiðlun Virðingar. Friðjón var handtekinn í fyrradag vegna gruns um stófelld auðgunarbrot og brot á lögum um peningaþvætti. Samkvæmt heimildum frá Ríkislögreglustjóra þótti dómaranum ekki nægjanlega sýnt fram á grun um brot að svo stöddu. Málið verður þó rannsakað áfram.

Rannsókn efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra á málefnum Friðjóns hófst eftir að ábendingar bárust um að almennur starfsmaður Orkuveitunnar, sem vinnur við eftirlit og umsjón með götuljósum, velti fleiri hundruð milljónum króna í gegn um bankareikninga sína.Í einhverjum tilfellum munu innistæður á bankareikningum borgarstarfsmannsins hafa verið rétt tæplega einn milljarður króna.Eftir að efnhagsbrotadeildin hóf rannsókn kom í ljós að maðurinn og félag tengt honum hafði fengið nokkur lán í Kauþingi aðeins til eins dags í senn til þess eiga umfangsmikil gjaldeyrisviðskipti. Grunur leikur á að þessi viðskipti hafi flest öll verið tengd Friðjóni.

Friðjón er forstöðumaður verðbréfamiðlunar hjá verðbréfafyrirtækinu Virðingu og sem slíkur hafði hann oft á tíðum upplýsingur um með hvaða hætti skjólstæðingar Virðingar hugðist eiga gjaldeyrisviðskipti. Samkvæmt heimildum fréttastofu leikur grunur á að Friðjón, sem ekki var heimilt að eiga nein viðskipti af þessu tagi, hafi nýtt sér þessar upplýsingar úr starfi sínu til að eiga slík viðskipti og notað nafn og reikninga borgarstarfsmannsins.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband