Hræðsluáróður eina ferðin enn !

Hræðsluáróður bláu handarinnar á sér engin takmörk. Alltaf á kosningadaginn hér á árum áður, þegar sjálfstæðisflokkur var einráður um Morgunblaðið brást það ekki að einhver frétt var þar um að sést hefði til rússanna sveima yfir Íslandi. Nú byrjar Geir með enn einn hræðsluáróðurinn. Við getum ekki kosið vegna alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Allt er reynt til að halda í stólana.
Ótrúlegt, en þó ekki, hvað ríkisstjórnin ætlar að sitja í trássi við landsmenn. Ingibjörg Sólrún fullyrti á fundinum í gær að hann endurspeglaði ekki vilja þjóðarinnar heldur bara lítið brot hennar, þrátt fyrir að skoðanakannanir segja að yfir 70% þjóðarinnar vilji kosningar. Geir er sömu skoðunar að sjálfsögðu. Allt fyrir stólana.
Eftirlaunafrumvarpið er komið í gegn ... Stjórnin gefur sko ekki eftir það sem þeir “eiga” inni, skítt með sauðsvartan almúgann, held það sé í lagi að hann fái andskotans smáaura miðið við ráðherra og alþingismenn. Hendum smá plástri á sárin hjá þeim með því að minnka eftirlaunakjörin í framtíðinni, við höldum sko því sem við getum, fólk hefur svosem gleymt hingað til, við getum farið að eins og við viljum.
Tímarnir hafa breyst, við gleymum ekki svo glatt í dag !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband